Morðingi Kim Wall giftist blaðakonu Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. janúar 2020 10:25 Peter Madsen var í apríl 2018 dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Kim Wall. Vísir/getty Peter Madsen, danskur uppfinningamaður sem árið 2018 var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana, er genginn í hjónaband. Nýbökuð eiginkona hans heitir Jenny Curpen og er rússnesk blaða- og listakona. Sænska Aftonbladet greinir frá málinu og vísar í færslu á Facebook-síðum hjónanna. Þar kemur fram að þau hafi skráð sig í hjónaband á miðlinum í desember. Curpen staðfestir hjónabandið við blaðið en vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Aftonbladet greinir frá því að Curpen þessi sé fædd í Rússlandi og hafi starfað sem blaða- og listakona. Hún sé jafnframt aktívisti og hafi verið handtekin árið 2012 fyrir þátttöku í mótmælum gegn Vladímír Pútín, Rússlandsforseta. Henni var veitt hæli í Finnlandi árið 2013 og hefur verið búsett þar síðan. View this post on Instagram #yesterday #endof2019 #mrsmadness #finland #suomi #salo #lastdayoftheyear A post shared by Jenny Kurpen (@jennycurpen) on Jan 1, 2020 at 12:22pm PST Þá vísar Aftonbladet í viðtal sem Curpen veitti rússnesku dagblaði. Þar greinir hún frá fyrirhugaðri listasýningu sinni, þar sem hún hyggst taka upp hanskann fyrir Madsen. Madsen hóf afplánun á dómi sínum fyrir morðið á Kim Wall síðla árs 2018 en lífstíðardómur í Danmörku jafngildir alla jafna um 16 ára fangelsi. Hann situr inni í Herstedvester-fangelsinu í nágrenni Kaupmannahafnar. Talsmaður fangelsisins vill ekki tjá sig um málið við Aftonbladet en bendir á að föngum sé frjálst að gifta sig líkt og almennum borgurum. Kim Wall var þrítug þegar hún var myrt.Kim Wall Memorial Fund Wall fór með Madsen um borð í kafbát hans þann 10. ágúst 2017. Hún var að vinna að blaðagrein um Madsen og var ferðin í kafbátinn hluti af því verkefni. Madsen var handtekinn daginn eftir en kafbáturinn hafði þá sokkið og Wall var horfin. Í janúar 2018 var Madsen síðan ákærður fyrir að hafa orðið Wall að bana. Hann neitaði sök í málinu og sagði Wall hafa látist um borð í kafbát hans vegna koltvísýringseitrunar. Madsen var einnig dæmdur fyrir illa meðferð á líki en hann játaði að hafa bútað lík Wall niður og losað sig við líkamsleifar hennar út í Eystrasaltið. Hann neitaði hins vegar fyrir dómi að lýsa því hvernig hann hefði gert það. Þá var hann einnig dæmdur fyrir kynferðisbrot. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Kafbátur Madsen tekinn í sundur og eyðilagður Kafbátur danska morðingjans Peters Madsen, UC3 Nautilus, hefur verið tekinn í sundur og honum fargað. Þetta staðfesti lögreglan í Kaupmannahöfn við danska fjölmiðla í dag. 22. desember 2018 15:23 Madsen unir lífstíðardómi Madsen var fyrr á þessu ári dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana á síðasta ári. 8. október 2018 11:30 Lífstíðardómur Madsen stendur Danski kafbátasmiðurinn Peter Madsen hlýtur lífstíðardóm fyrir að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana á síðasta ári. 26. september 2018 13:21 Ár liðið frá dauða Kim Wall: Samfangi réðst á Peter Madsen Kim Wall verður minnst víða um heim í dag þar sem búið er að skipuleggja hlaup og mun allur hagnaður renna í minningarsjóð um blaðakonuna. 10. ágúst 2018 11:40 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Sjá meira
Peter Madsen, danskur uppfinningamaður sem árið 2018 var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana, er genginn í hjónaband. Nýbökuð eiginkona hans heitir Jenny Curpen og er rússnesk blaða- og listakona. Sænska Aftonbladet greinir frá málinu og vísar í færslu á Facebook-síðum hjónanna. Þar kemur fram að þau hafi skráð sig í hjónaband á miðlinum í desember. Curpen staðfestir hjónabandið við blaðið en vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Aftonbladet greinir frá því að Curpen þessi sé fædd í Rússlandi og hafi starfað sem blaða- og listakona. Hún sé jafnframt aktívisti og hafi verið handtekin árið 2012 fyrir þátttöku í mótmælum gegn Vladímír Pútín, Rússlandsforseta. Henni var veitt hæli í Finnlandi árið 2013 og hefur verið búsett þar síðan. View this post on Instagram #yesterday #endof2019 #mrsmadness #finland #suomi #salo #lastdayoftheyear A post shared by Jenny Kurpen (@jennycurpen) on Jan 1, 2020 at 12:22pm PST Þá vísar Aftonbladet í viðtal sem Curpen veitti rússnesku dagblaði. Þar greinir hún frá fyrirhugaðri listasýningu sinni, þar sem hún hyggst taka upp hanskann fyrir Madsen. Madsen hóf afplánun á dómi sínum fyrir morðið á Kim Wall síðla árs 2018 en lífstíðardómur í Danmörku jafngildir alla jafna um 16 ára fangelsi. Hann situr inni í Herstedvester-fangelsinu í nágrenni Kaupmannahafnar. Talsmaður fangelsisins vill ekki tjá sig um málið við Aftonbladet en bendir á að föngum sé frjálst að gifta sig líkt og almennum borgurum. Kim Wall var þrítug þegar hún var myrt.Kim Wall Memorial Fund Wall fór með Madsen um borð í kafbát hans þann 10. ágúst 2017. Hún var að vinna að blaðagrein um Madsen og var ferðin í kafbátinn hluti af því verkefni. Madsen var handtekinn daginn eftir en kafbáturinn hafði þá sokkið og Wall var horfin. Í janúar 2018 var Madsen síðan ákærður fyrir að hafa orðið Wall að bana. Hann neitaði sök í málinu og sagði Wall hafa látist um borð í kafbát hans vegna koltvísýringseitrunar. Madsen var einnig dæmdur fyrir illa meðferð á líki en hann játaði að hafa bútað lík Wall niður og losað sig við líkamsleifar hennar út í Eystrasaltið. Hann neitaði hins vegar fyrir dómi að lýsa því hvernig hann hefði gert það. Þá var hann einnig dæmdur fyrir kynferðisbrot.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Kafbátur Madsen tekinn í sundur og eyðilagður Kafbátur danska morðingjans Peters Madsen, UC3 Nautilus, hefur verið tekinn í sundur og honum fargað. Þetta staðfesti lögreglan í Kaupmannahöfn við danska fjölmiðla í dag. 22. desember 2018 15:23 Madsen unir lífstíðardómi Madsen var fyrr á þessu ári dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana á síðasta ári. 8. október 2018 11:30 Lífstíðardómur Madsen stendur Danski kafbátasmiðurinn Peter Madsen hlýtur lífstíðardóm fyrir að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana á síðasta ári. 26. september 2018 13:21 Ár liðið frá dauða Kim Wall: Samfangi réðst á Peter Madsen Kim Wall verður minnst víða um heim í dag þar sem búið er að skipuleggja hlaup og mun allur hagnaður renna í minningarsjóð um blaðakonuna. 10. ágúst 2018 11:40 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Sjá meira
Kafbátur Madsen tekinn í sundur og eyðilagður Kafbátur danska morðingjans Peters Madsen, UC3 Nautilus, hefur verið tekinn í sundur og honum fargað. Þetta staðfesti lögreglan í Kaupmannahöfn við danska fjölmiðla í dag. 22. desember 2018 15:23
Madsen unir lífstíðardómi Madsen var fyrr á þessu ári dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana á síðasta ári. 8. október 2018 11:30
Lífstíðardómur Madsen stendur Danski kafbátasmiðurinn Peter Madsen hlýtur lífstíðardóm fyrir að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana á síðasta ári. 26. september 2018 13:21
Ár liðið frá dauða Kim Wall: Samfangi réðst á Peter Madsen Kim Wall verður minnst víða um heim í dag þar sem búið er að skipuleggja hlaup og mun allur hagnaður renna í minningarsjóð um blaðakonuna. 10. ágúst 2018 11:40