Örfá hús á norðanverðum Vestfjörðum í hættu vegna snjóflóða Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. janúar 2020 13:30 Á Vestfjörðum hefur snjóað talsvert undanfarna daga en norðaustan hríð er spáð alveg fram á miðvikudag. Mestur verður vindurinn og ofankoman í dag og fram á þriðjudag. Fyrir er talsvert fannfergi í fjöllum sem er lagskipt eftir mismunandi vindáttir og hitabreytingar. Ofanflóðavakt Veðurstofunnar hefur virkjað óvissustig vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum. Hlynur Hafberg Snorrason, yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum, biðlar til íbúa að fylgjast vel með veðurfréttum og færð á vegum. Á Vestfjörðum hefur snjóað talsvert undanfarna daga en norðaustan hríð er spáð alveg fram á miðvikudag. Mestur verður vindurinn og ofankoman í dag og fram á þriðjudag. Fyrir er talsvert fannfergi í fjöllum sem er lagskipt eftir mismunandi vindáttir og hitabreytingar. Ofanflóðavaktin segir mörg snjóflóð hafa fallið síðustu viku, meðal annars á vegi. Viðbúið er að snjóflóðahætta gæti skapast og því þarf að fylgjast vel með snjóflóðahættu í byggð. „Þetta þýðir að það er aukin vakt gagnvart byggðinni en undanfarin ár hafa íslensk yfirvöld gert ráðstafanir gagnvart stórum hluta byggðarinnar á Vestfjörðum og víðar með snjóflóðavörnum, að flytja byggð og svo framvegis,“ segir Hlynur. Óvissustigið þýði þó ekki að stór hluti byggðarinnar í hættu, heldur eigi það við um einstaka hús. En hvaða bæir eru þetta nákvæmlega?„Þetta eru einn bær í Dýrafirði, einn eða tveir í Önundarfirði, einn bær í Hnífsdal. Þetta er sorpmótttökustöðin hérna í Skutulsfirði, Funi, Starfsstöð Hampiðjunnar hérna á Ísafirði og síðan sorpflokkunarstöð sem er rétt hjá Hampiðjufyrirtækinu.“ Aðspurður hvort fólki sé yfir höfuð heimilt að vera í umræddum húsum segir Hlynur. „Veðurstofan mat það í morgun að það væri öruggara að vera með sorpmótttökuna Funa í Skutulsfirði, lokaða í dag. Það hefur verið tilkynnt. En síðan er starfsemi í Hampiðjunni og sorpflokkuninni þar við. Við metum stöðuna seinna í dag, eða Veðurstofan.“ Hlynur hvetur íbúa til að fara að öllu með gát. „Vegna hættu á ofanflóðum erum við með lokaða vegi á milli Ísafjarðar og Súðavíkur og til Flateyrar. Sökum veðurs mun Vegagerðin ekki opna vegi til Suðureyrar, Þingeyrar og annarra staða þar sem ekki gengur að halda opnu. Við hvetjum fólk til að fylgjast vel með vefsíðu Vegagerðarinnar, Veðurstofunnar og svo er lögreglan með Facebooksíðu þar sem upplýsingar eru birtar reglulega,“ segir Hlynur Hafberg. Á vefsíðu ofanflóðavaktar Veðurstofunnar kemur fram að mikil hætta sé á snjóflóðum á Norðanverðum Vestfjörðum, líkt og áður var getið í fréttinni, sem og á utanverðum Tröllaskaga. Þá er nokkur hætta talin vera á snjóflóðum á Austfjörðum. Veður Tengdar fréttir Ekkert ferðaveður á landinu fram á miðvikudag Í dag er von á norðaustanstormi þegar líður á daginn og á morgun verður vindurinn með svipuðu móti. 13. janúar 2020 07:33 Veðrið hamlar akstri Strætó á landsbyggðinni Gul viðvörun verður í gildi um allt land í dag mánudaginn 13. janúar. Veðrið mun hafa áhrif á Strætó á landsbyggðinni. Svona lítur staðan út klukkan 08:30 að því er fram kemur í tilkynningu frá Strætó. 13. janúar 2020 08:48 Appelsínugular viðvaranir og hviður allt að 50 m/s Þegar hefur komið fram að ekkert ferðaveður verði á landinu þar til á miðvikudag en gert er ráð fyrir hviðum allt að 50 m/s á Suðausturlandi í dag. 13. janúar 2020 09:27 Veðrið kom aftan að Isavia og Icelandair Óveðrið í gær kom Isavia á óvart en veðurspár höfðu ekki greint frá slíkum hvelli að sögn upplýsingafulltrúa Isavia. Alls voru um 4000 farþegar voru strandaglópar á flugvellinum á miðnætti í gær. Fimm hundruð manns nýttu sér þjónustu í fjöldahjálparstöð sem opnuð var í gærkvöldi í Reykjanesbæ. Flug var á áætlun í morgun og verður flýtt í dag. Ferðamenn eru beðnir að fylgjast vel með flugáætlun. 13. janúar 2020 12:15 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Sjá meira
Ofanflóðavakt Veðurstofunnar hefur virkjað óvissustig vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum. Hlynur Hafberg Snorrason, yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum, biðlar til íbúa að fylgjast vel með veðurfréttum og færð á vegum. Á Vestfjörðum hefur snjóað talsvert undanfarna daga en norðaustan hríð er spáð alveg fram á miðvikudag. Mestur verður vindurinn og ofankoman í dag og fram á þriðjudag. Fyrir er talsvert fannfergi í fjöllum sem er lagskipt eftir mismunandi vindáttir og hitabreytingar. Ofanflóðavaktin segir mörg snjóflóð hafa fallið síðustu viku, meðal annars á vegi. Viðbúið er að snjóflóðahætta gæti skapast og því þarf að fylgjast vel með snjóflóðahættu í byggð. „Þetta þýðir að það er aukin vakt gagnvart byggðinni en undanfarin ár hafa íslensk yfirvöld gert ráðstafanir gagnvart stórum hluta byggðarinnar á Vestfjörðum og víðar með snjóflóðavörnum, að flytja byggð og svo framvegis,“ segir Hlynur. Óvissustigið þýði þó ekki að stór hluti byggðarinnar í hættu, heldur eigi það við um einstaka hús. En hvaða bæir eru þetta nákvæmlega?„Þetta eru einn bær í Dýrafirði, einn eða tveir í Önundarfirði, einn bær í Hnífsdal. Þetta er sorpmótttökustöðin hérna í Skutulsfirði, Funi, Starfsstöð Hampiðjunnar hérna á Ísafirði og síðan sorpflokkunarstöð sem er rétt hjá Hampiðjufyrirtækinu.“ Aðspurður hvort fólki sé yfir höfuð heimilt að vera í umræddum húsum segir Hlynur. „Veðurstofan mat það í morgun að það væri öruggara að vera með sorpmótttökuna Funa í Skutulsfirði, lokaða í dag. Það hefur verið tilkynnt. En síðan er starfsemi í Hampiðjunni og sorpflokkuninni þar við. Við metum stöðuna seinna í dag, eða Veðurstofan.“ Hlynur hvetur íbúa til að fara að öllu með gát. „Vegna hættu á ofanflóðum erum við með lokaða vegi á milli Ísafjarðar og Súðavíkur og til Flateyrar. Sökum veðurs mun Vegagerðin ekki opna vegi til Suðureyrar, Þingeyrar og annarra staða þar sem ekki gengur að halda opnu. Við hvetjum fólk til að fylgjast vel með vefsíðu Vegagerðarinnar, Veðurstofunnar og svo er lögreglan með Facebooksíðu þar sem upplýsingar eru birtar reglulega,“ segir Hlynur Hafberg. Á vefsíðu ofanflóðavaktar Veðurstofunnar kemur fram að mikil hætta sé á snjóflóðum á Norðanverðum Vestfjörðum, líkt og áður var getið í fréttinni, sem og á utanverðum Tröllaskaga. Þá er nokkur hætta talin vera á snjóflóðum á Austfjörðum.
Veður Tengdar fréttir Ekkert ferðaveður á landinu fram á miðvikudag Í dag er von á norðaustanstormi þegar líður á daginn og á morgun verður vindurinn með svipuðu móti. 13. janúar 2020 07:33 Veðrið hamlar akstri Strætó á landsbyggðinni Gul viðvörun verður í gildi um allt land í dag mánudaginn 13. janúar. Veðrið mun hafa áhrif á Strætó á landsbyggðinni. Svona lítur staðan út klukkan 08:30 að því er fram kemur í tilkynningu frá Strætó. 13. janúar 2020 08:48 Appelsínugular viðvaranir og hviður allt að 50 m/s Þegar hefur komið fram að ekkert ferðaveður verði á landinu þar til á miðvikudag en gert er ráð fyrir hviðum allt að 50 m/s á Suðausturlandi í dag. 13. janúar 2020 09:27 Veðrið kom aftan að Isavia og Icelandair Óveðrið í gær kom Isavia á óvart en veðurspár höfðu ekki greint frá slíkum hvelli að sögn upplýsingafulltrúa Isavia. Alls voru um 4000 farþegar voru strandaglópar á flugvellinum á miðnætti í gær. Fimm hundruð manns nýttu sér þjónustu í fjöldahjálparstöð sem opnuð var í gærkvöldi í Reykjanesbæ. Flug var á áætlun í morgun og verður flýtt í dag. Ferðamenn eru beðnir að fylgjast vel með flugáætlun. 13. janúar 2020 12:15 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Sjá meira
Ekkert ferðaveður á landinu fram á miðvikudag Í dag er von á norðaustanstormi þegar líður á daginn og á morgun verður vindurinn með svipuðu móti. 13. janúar 2020 07:33
Veðrið hamlar akstri Strætó á landsbyggðinni Gul viðvörun verður í gildi um allt land í dag mánudaginn 13. janúar. Veðrið mun hafa áhrif á Strætó á landsbyggðinni. Svona lítur staðan út klukkan 08:30 að því er fram kemur í tilkynningu frá Strætó. 13. janúar 2020 08:48
Appelsínugular viðvaranir og hviður allt að 50 m/s Þegar hefur komið fram að ekkert ferðaveður verði á landinu þar til á miðvikudag en gert er ráð fyrir hviðum allt að 50 m/s á Suðausturlandi í dag. 13. janúar 2020 09:27
Veðrið kom aftan að Isavia og Icelandair Óveðrið í gær kom Isavia á óvart en veðurspár höfðu ekki greint frá slíkum hvelli að sögn upplýsingafulltrúa Isavia. Alls voru um 4000 farþegar voru strandaglópar á flugvellinum á miðnætti í gær. Fimm hundruð manns nýttu sér þjónustu í fjöldahjálparstöð sem opnuð var í gærkvöldi í Reykjanesbæ. Flug var á áætlun í morgun og verður flýtt í dag. Ferðamenn eru beðnir að fylgjast vel með flugáætlun. 13. janúar 2020 12:15