Erlent

Jörðin opnaðist undir rútu

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Farþegar og gangandi vegfarendur féllu ofan í holuna. Hér má sjá slökkviliðsmenn að störfum, sem að lokum tókst að lyfta rútunni úr holunni.
Farþegar og gangandi vegfarendur féllu ofan í holuna. Hér má sjá slökkviliðsmenn að störfum, sem að lokum tókst að lyfta rútunni úr holunni. Getty/str

Hið minnsta sex eru látin og sextán slösuð eftir að rúta ók ofan í gríðarstóra holu, svokallaðan vatnspytt, sem myndaðist fyrirvaralaust á fjölfarinni götu í kínversku borginni Xining í gær.Þar að auki eru nokkrir gangandi vegfarendur, sem voru á heimleið í lok vinnudags, jafnframt sagðir hafa fallið ofan í holuna.Myndbandsupptökur sýna sprengingu í holunni þegar rútan stóð þar upp á rönd. Nákvæm tildrög slyssins liggja ekki fyrir en héraðsyfirvöld hafa heitið rannsókn á málinu, að því er fram kom í þarlendum fjölmiðlum í nótt.

Slys sem þessi eru ekki óalgeng í Kína og eru þau jafnan rakin til lélegs frágangs eftir framkvæmdir og bilaðra vatnslagna.Þannig létust fimm verkamenn þegar hola myndaðist á framkvæmdasvæði í borginni Shenzen árið 2013 og fjórir gangandi vegfarendur féllu ofan í vatnspytt sem birtist óforvarandis á gangstétt í Dazhou, í Suðvestur-Kína, árið 2018.Hér að neðan má sjá myndband Guardian af sambærilegu tilfelli, þegar kona féll ofan í vatnspytt í lok árs 2018.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.