Argentínumennirnir sáu um Boro | Sjáðu mörkin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Markaskorarar Tottenham í kvöld; Lamela og Lo Celso.
Markaskorarar Tottenham í kvöld; Lamela og Lo Celso. vísir/getty

Tottenham er komið áfram í 4. umferð ensku bikarkeppninnar eftir 2-1 sigur á Middlesbrough á heimavelli í kvöld. Liðin gerðu 1-1 jafntefli á Riverside vellinum fyrr í mánuðinum.Spurs byrjaði leikinn af miklum krafti og komst í 2-0 eftir 16 mínútur. Argentínumennirnir Giovani Lo Celso og Érik Lamela skoruðu mörkin.George Saville minnkaði muninn á 83. mínútu en nær komst Boro ekki. Tottenham mætir Southampton í 4. umferðinni.Mörkin úr leiknum má sjá hér fyrir neðan.Newcastle United átti ekki í miklum vandræðum með að leggja Rochdale að velli, 4-1, á heimavelli.Matty Longstaff, Miguel Almirón og Joelinton skoruðu fyrir Newcastle auk þess sem Eoghan O'Connell, leikmaður Rochdale, skoraði sjálfsmark. Newcastle mætir Oxford United í 4. umferðinni.Úrslit kvöldsins:

Tottenham 2-1 Middlesbrough

Newcastle 4-1 Rochdale

Blackpool 0-2 Reading

Coventry 3-0 Bristol Rovers

Shrewsbury 1- Bristol City

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.