Argentínumennirnir sáu um Boro | Sjáðu mörkin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Markaskorarar Tottenham í kvöld; Lamela og Lo Celso.
Markaskorarar Tottenham í kvöld; Lamela og Lo Celso. vísir/getty

Tottenham er komið áfram í 4. umferð ensku bikarkeppninnar eftir 2-1 sigur á Middlesbrough á heimavelli í kvöld. Liðin gerðu 1-1 jafntefli á Riverside vellinum fyrr í mánuðinum.

Spurs byrjaði leikinn af miklum krafti og komst í 2-0 eftir 16 mínútur. Argentínumennirnir Giovani Lo Celso og Érik Lamela skoruðu mörkin.

George Saville minnkaði muninn á 83. mínútu en nær komst Boro ekki. Tottenham mætir Southampton í 4. umferðinni.

Mörkin úr leiknum má sjá hér fyrir neðan.

Newcastle United átti ekki í miklum vandræðum með að leggja Rochdale að velli, 4-1, á heimavelli.

Matty Longstaff, Miguel Almirón og Joelinton skoruðu fyrir Newcastle auk þess sem Eoghan O'Connell, leikmaður Rochdale, skoraði sjálfsmark. Newcastle mætir Oxford United í 4. umferðinni.

Úrslit kvöldsins:

Tottenham 2-1 Middlesbrough

Newcastle 4-1 Rochdale

Blackpool 0-2 Reading

Coventry 3-0 Bristol Rovers

Shrewsbury 1- Bristol City

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.