Erlent

26 slasaðir eftir að eldsneyti var sleppt úr farþegaþotu á skólalóð

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
LAX-flugvöllurinn er alþjóðaflugvöllurinn í Los Angeles.
LAX-flugvöllurinn er alþjóðaflugvöllurinn í Los Angeles.

Sautján börn og níu fullorðnir þurftu á aðstoð viðbragðsaðila að halda eftir að flugvélaeldsneyti var sleppt úr farþegaflugvél á leið til LAX-flugvallarins í Los Angeles. Eldsneytið lenti á skólalóð þar sem hópur nemenda og kennara var úti við.

Bandarískir fjölmiðlar greina frá en í frétt AP segir að svo virðist sem eldsneytinu hafi verið sleppt úr farþegaflugvél sem þurfti að snúa við og lenda aftur á LAX-flugvellinum skömmu eftir brottför.

Eldsneytið lenti á grunnskólalóð í Cudahy, úthverfi Los Angeles, með þeim afleiðingum að 26 hlutu minniháttar meiðsli. 70 sjúkraflutningamenn og slökkviliðsmenn voru sendir á staðinn en samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu í Los Angeles þurfti ekki að flytja neinn á sjúkrahús.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×