Erlent

26 slasaðir eftir að eldsneyti var sleppt úr farþegaþotu á skólalóð

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
LAX-flugvöllurinn er alþjóðaflugvöllurinn í Los Angeles.
LAX-flugvöllurinn er alþjóðaflugvöllurinn í Los Angeles.

Sautján börn og níu fullorðnir þurftu á aðstoð viðbragðsaðila að halda eftir að flugvélaeldsneyti var sleppt úr farþegaflugvél á leið til LAX-flugvallarins í Los Angeles. Eldsneytið lenti á skólalóð þar sem hópur nemenda og kennara var úti við.

Bandarískir fjölmiðlar greina frá en í frétt AP segir að svo virðist sem eldsneytinu hafi verið sleppt úr farþegaflugvél sem þurfti að snúa við og lenda aftur á LAX-flugvellinum skömmu eftir brottför.

Eldsneytið lenti á grunnskólalóð í Cudahy, úthverfi Los Angeles, með þeim afleiðingum að 26 hlutu minniháttar meiðsli. 70 sjúkraflutningamenn og slökkviliðsmenn voru sendir á staðinn en samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu í Los Angeles þurfti ekki að flytja neinn á sjúkrahús.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.