Innlent

Ferðamenn fastir í bíl á Þingvallavegi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Færð og veður eru ekki upp á marga fiska víðast hvar á landinu í kvöld.
Færð og veður eru ekki upp á marga fiska víðast hvar á landinu í kvöld. Vísir/Vilhelm

Björgunarsveitir voru kallaðar út á tíunda tímanum í kvöld vegna ferðamanna sem sátu fastir í bíl á Þingvallavegi. Ekki eru gefnar frekari upplýsingar um málið í dagbók lögreglu á höfuðborgarsvæðinu og ekki hefur náðst í upplýsingafulltrúa Landsbjargar í kvöld.

Þá var tilkynnt um skemmdarverk á grindverki við hús í Fossvogi á sjötta tímanum. Í dagbók lögreglu segir að talið sé að snjóruðningstæki „eigi hlut að máli“. Meint aðild snjóruðningstækisins að málinu er þó ekki útskýrð frekar.

Lögreglu barst tilkynning um einstaklinga að brjótast inn í bíla í Fossvogi á tíunda tímanum. Málið er í rannsókn. Þá handtók lögregla einstaklinga sem voru að brjótast inn í bíl í Hafnarfirði á níunda tímanum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.