Innlent

Ferðamenn fastir í bíl á Þingvallavegi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Færð og veður eru ekki upp á marga fiska víðast hvar á landinu í kvöld.
Færð og veður eru ekki upp á marga fiska víðast hvar á landinu í kvöld. Vísir/Vilhelm

Björgunarsveitir voru kallaðar út á tíunda tímanum í kvöld vegna ferðamanna sem sátu fastir í bíl á Þingvallavegi. Ekki eru gefnar frekari upplýsingar um málið í dagbók lögreglu á höfuðborgarsvæðinu og ekki hefur náðst í upplýsingafulltrúa Landsbjargar í kvöld.

Þá var tilkynnt um skemmdarverk á grindverki við hús í Fossvogi á sjötta tímanum. Í dagbók lögreglu segir að talið sé að snjóruðningstæki „eigi hlut að máli“. Meint aðild snjóruðningstækisins að málinu er þó ekki útskýrð frekar.

Lögreglu barst tilkynning um einstaklinga að brjótast inn í bíla í Fossvogi á tíunda tímanum. Málið er í rannsókn. Þá handtók lögregla einstaklinga sem voru að brjótast inn í bíl í Hafnarfirði á níunda tímanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×