Erlent

Smíðaði sprengju úr vörum í verslun Walmart

Samúel Karl Ólason skrifar
Samkvæmt frétt CNN var Stallard með barn með sér þegar hún reyndi að sprengja sprengjuna.
Samkvæmt frétt CNN var Stallard með barn með sér þegar hún reyndi að sprengja sprengjuna. Vísir/Fógeti Hillsboroughsýslu/Getty

Emily Stallard gekk inn í verslun Walmart í Flórída á laugardaginn og tók vörur úr hillum, eins og gengur og gerist. Þessar vörur notaði hún þó til þess að smíða sprengju og reyndi hún að sprengja hana. Hún var þó stöðvuð af öryggisverði og lögregluþjóni sem var í versluninni áður en henni tókst að kveikja í sprengjunni.

Fógetinn Chad Chronister segir konuna hafa verið búna að sanka að sér öllu sem hún þurfti til að valda gífurlegu manntjóni. Ef öryggisvörðurinn og lögregluþjónninn hefðu ekki orðið varir við hana hefði getað farið illa.

Samkvæmt frétt CNN var Stallard með barn með sér þegar hún reyndi að sprengja sprengjuna. Öryggisvörðurinn sá hana þó opna vörur sem hún hafði ekki greitt fyrir og áttaði sig á því hvað hún væri að gera. Hann hringdi á lögregluna og náði í lögregluþjóninn sem hann vissi af í versluninni.

Þegar þeir stöðvuðu hana var hún að kveikja á eldspýtu sem hún ætlaði að nota til að kveikja í sprengjunni.

Hún var handtekin fyrir ýmsa meinta glæpi og má þar nefna tilraun til íkveikju, barnaníð og brot gegn valdstjórn. Hún hefur ekki verið ákærð enn.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.