Innlent

Samfylkingin bætir við sig í nýrri könnun MMR

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Vísir/vilhelm

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist nú 20,3%, nær óbreytt frá mælingu MMR í desember. Mældist Samfylkingin með 16,8% fylgi, rúmlega tveimur prósentustigum hærra en við síðustu mælingu en Miðflokkurinn mældist með 12,9% fylgi, rúmu prósentustigi minna en við síðustu mælingu.

Þá mældust Vinstri-græn með 11,1% fylgi og Píratar með 11,0% fylgi.

Stuðningur við ríkisstjórnina mældist nú 41,2%, samanborið við 39,0% í síðustu könnun.

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 20,3% og mældist 20,0% í síðustu könnun.

Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 16,8% og mældist 14,4% í síðustu könnun.

Fylgi Miðflokksins mældist nú 12,9% og mældist 14,3% í síðustu könnnun.

Fylgi Vinstri grænna mældist nú 11,1% og mældist 10,3% í síðustu könnun.

Fylgi Pírata mældist nú 11,0% og mældist 11,8% í síðustu könnun.

Fylgi Viðreisnar mældist nú 10,5% og mældist 10,5% í síðustu könnun.

Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 8,2% og mældist 8,3% í síðustu könnun.

Fylgi Sósíalistaflokks Íslands mældist nú 4,1% og mældist 5,2% í síðustu könnun.

Fylgi Flokks fólksins mældist nú 3,5% og mældist 4,0% í síðustu könnun.

Stuðningur við aðra mældist 1,5% samanlagt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×