Átta af hverjum tíu ánægð með Guðna Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. janúar 2020 06:35 Guðni Th. Jóhannesson fær sér kökusneið þegar afmæli þeirra Íslendinga sem urðu 100 ára í fyrra var fagnað á Hrafnistu. Vísir/vilhelm Áttatíu prósent aðspurðra eru ánægð með störf Guðna Th. Jóhannessonar, þar af er rúmlega helmingur mjög ánægður. Ánægjan er mest meðal stuðningsfólks Framsóknar, Samfylkingar og Viðreisnar, en minnst á meðal Sjálfstæðisfólks og stuðningsmanna Miðflokksins. Könnunin, sem Fréttablaðið lét framkvæma dagana 10. til 15. janúar, ber einnig með sér að ekki sé marktækur munur á ánægju með störf forsetans eftir aldri. Konur eru örlítið ánægðari með Guðna en karlar, rétt eins og íbúar á höfuðborgarsvæðinu í samanburði við landsbyggðina. Fólk með hærri menntun og tekjur er jafnframt ánægðara með störf forsetans. Í samtali við blaðið segist Guðni að vonum þakklátur fyrir velvildina og stuðninginn. Hann sinni sínum störfum eftir bestu getu og samviku. „Blessunarlega hafa Íslendingar yfirleitt verið sáttir við sinn þjóðhöfðingja þótt þeir hafi ekki allir verið steyptir í sama mót, eða kannski vegna þess,“ segir Guðni um niðurstöðurnar.Sjá einnig: Guðni gefur aftur kost á sérMesta ánægjan með störf hans er meðal borgarstjórnarflokkanna og Framsóknar, en meðal kjósenda þeirra er ánægjan á bilinu 95 til 97 prósent. Þannig mældist engin óánægja meðal Samfylkingar-, Viðreisnar- og Framsóknarfólks. Sem fyrr segir er stuðningsfólk Miðflokks og Sjálfstæðisflokks minnst hrifið af störfum forsetans. Rúmlega 70 prósent Sjálfstæðisfólks er ánægt með Guðna en aðeins 34 prósent stuðningsmanna Miðflokksins. Fyrsta kjörtímabili Guðna lýkur í sumar og sagðist hann í nýársávarpi sínu ætla að sækjast eftir endurkjöri. Enginn hefur enn sem komið er lýst formlega yfir mótframboði en dómsmálaráðuneytið fékk tæplega 400 milljónir króna á síðustu fjárlögum til að standa straum af kostnaði við mögulegar kosningar. Forseti Íslands Forsetakosningar 2020 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Áttatíu prósent aðspurðra eru ánægð með störf Guðna Th. Jóhannessonar, þar af er rúmlega helmingur mjög ánægður. Ánægjan er mest meðal stuðningsfólks Framsóknar, Samfylkingar og Viðreisnar, en minnst á meðal Sjálfstæðisfólks og stuðningsmanna Miðflokksins. Könnunin, sem Fréttablaðið lét framkvæma dagana 10. til 15. janúar, ber einnig með sér að ekki sé marktækur munur á ánægju með störf forsetans eftir aldri. Konur eru örlítið ánægðari með Guðna en karlar, rétt eins og íbúar á höfuðborgarsvæðinu í samanburði við landsbyggðina. Fólk með hærri menntun og tekjur er jafnframt ánægðara með störf forsetans. Í samtali við blaðið segist Guðni að vonum þakklátur fyrir velvildina og stuðninginn. Hann sinni sínum störfum eftir bestu getu og samviku. „Blessunarlega hafa Íslendingar yfirleitt verið sáttir við sinn þjóðhöfðingja þótt þeir hafi ekki allir verið steyptir í sama mót, eða kannski vegna þess,“ segir Guðni um niðurstöðurnar.Sjá einnig: Guðni gefur aftur kost á sérMesta ánægjan með störf hans er meðal borgarstjórnarflokkanna og Framsóknar, en meðal kjósenda þeirra er ánægjan á bilinu 95 til 97 prósent. Þannig mældist engin óánægja meðal Samfylkingar-, Viðreisnar- og Framsóknarfólks. Sem fyrr segir er stuðningsfólk Miðflokks og Sjálfstæðisflokks minnst hrifið af störfum forsetans. Rúmlega 70 prósent Sjálfstæðisfólks er ánægt með Guðna en aðeins 34 prósent stuðningsmanna Miðflokksins. Fyrsta kjörtímabili Guðna lýkur í sumar og sagðist hann í nýársávarpi sínu ætla að sækjast eftir endurkjöri. Enginn hefur enn sem komið er lýst formlega yfir mótframboði en dómsmálaráðuneytið fékk tæplega 400 milljónir króna á síðustu fjárlögum til að standa straum af kostnaði við mögulegar kosningar.
Forseti Íslands Forsetakosningar 2020 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira