Innlent

Guðni gefur aftur kost á sér

Sylvía Hall skrifar
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. vísir/vilhelm

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hyggst bjóða sig aftur fram til forseta. Þetta staðfesti Guðni í nýársávarpi sínu í dag þar sem hann óskaði þjóðinni gleðilegs nýs árs. Hann sagði ávarp sitt vera til þess fallið að efla bjartsýni frekar en bölmóð og auka samhug frekar en sundurlyndi.

Guðni tók við embætti þann 1. ágúst árið 2016 og varð þar með sjötti forseti lýðveldisins. 71.356 Íslendingar kusu Guðna sem forseta og var hann kjörinn með 39,08 prósent atkvæða. Hann tilkynnti um framboð sitt 5. maí sama ár eftir að hafa verið áberandi í þjóðfélaginu mánuðina áður. Hann mældist ítrekað með langmest fylgi í könnunum í baráttunni.

Hann hvatti þjóðina til jákvæðni og sagði að nú skyldi vorhugur ríkja þrátt fyrir skammdegi og myrkur. Þjóðin ætti að fara vongóð inn í komandi ár og líta framtíðina björtum augum, það væri ekki ástæða til annars enda bentu flestar kannanir til þess að landsmenn væru sælir. 

Fréttin hefur verið uppfærð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×