Fótbolti

Tvö mörk frá Casemiro komu Real Madrid á toppinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Casemiro skorar sigurmark Real Madrid með kollspyrnu.
Casemiro skorar sigurmark Real Madrid með kollspyrnu. vísir/getty

Real Madrid komst á topp spænsku úrvalsdeildarinnar með 2-1 sigri á Sevilla á heimavelli í dag.

Brasilíski miðjumaðurinn Casemiro skoraði bæði mörk Real Madrid í leiknum.

Það fyrra kom á 57. mínútu en Luuk de Jong jafnaði fyrir gestina sjö mínútum síðar.

Á 69. mínútu skoraði Casemiro sigurmark Real Madrid með skalla eftir fyrirgjöf Lucas Vásquez.

Barcelona getur endurheimt toppsætið með sigri á Granada á morgun.

Sevilla er í 4. sæti deildarinnar með 35 stig, átta stigum á eftir Real Madrid.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.