Fótbolti

Hjátrú forseta Brescia gæti komið í veg fyrir að Birkir verði kynntur í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Birkir Bjarnason hefur leikið 84 landsleiki fyrir Ísland og skorað í þeim 13 mörk.
Birkir Bjarnason hefur leikið 84 landsleiki fyrir Ísland og skorað í þeim 13 mörk. Getty/Stuart Franklin

Birkir Bjarnason fór í morgun í læknisskoðun hjá ítalska félaginu Brescia. Ítalskir fjölmiðlar segja frá því að íslenski landsliðsmaðurinn muni ganga frá sex mánaða samningi við félagið.

Það gæti aftur á móti verið smá töf á því að Brescia tilkynni það formlega að Birkir sé orðinn nýr leikmaður félagsins.

Ástæðan er að í dag er 17. janúar og samkvæmt upplýsingum norska blaðamannsins Tore Bucci Espedal þá er forseti félagsins mikið á móti tölunni sautján.Birkir Bjarnason mun þarna gera annað stutta samninginn í röð síðan að hann fékk sig lausann frá Aston Villa í haust.

Birkir leysti fyrst af hjá Al-Arabi í Katar í nokkra mánuði á meðan landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var að ná sér af meiðslunum.

Nú snýr hann aftur til Ítalíu þar sem hann spilaði síðast með liði Pescara tímabilið 2014-15.

Birkir fór frá Ítalíu til Sviss og svo til Englands árið 2017.

Brescia situr eins og er í fallsæti í Seríu A með aðeins 14 stig í fyrstu 19 leikjum sínum. Frægasti leikmaður liðsins er án efa Mario Balotelli sem hefur skorað 5 mörk í 13 leikjum á þessari leiktíð.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.