Fótbolti

Hjátrú forseta Brescia gæti komið í veg fyrir að Birkir verði kynntur í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Birkir Bjarnason hefur leikið 84 landsleiki fyrir Ísland og skorað í þeim 13 mörk.
Birkir Bjarnason hefur leikið 84 landsleiki fyrir Ísland og skorað í þeim 13 mörk. Getty/Stuart Franklin

Birkir Bjarnason fór í morgun í læknisskoðun hjá ítalska félaginu Brescia. Ítalskir fjölmiðlar segja frá því að íslenski landsliðsmaðurinn muni ganga frá sex mánaða samningi við félagið.

Það gæti aftur á móti verið smá töf á því að Brescia tilkynni það formlega að Birkir sé orðinn nýr leikmaður félagsins.

Ástæðan er að í dag er 17. janúar og samkvæmt upplýsingum norska blaðamannsins Tore Bucci Espedal þá er forseti félagsins mikið á móti tölunni sautján.


Birkir Bjarnason mun þarna gera annað stutta samninginn í röð síðan að hann fékk sig lausann frá Aston Villa í haust.

Birkir leysti fyrst af hjá Al-Arabi í Katar í nokkra mánuði á meðan landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var að ná sér af meiðslunum.

Nú snýr hann aftur til Ítalíu þar sem hann spilaði síðast með liði Pescara tímabilið 2014-15.

Birkir fór frá Ítalíu til Sviss og svo til Englands árið 2017.

Brescia situr eins og er í fallsæti í Seríu A með aðeins 14 stig í fyrstu 19 leikjum sínum. Frægasti leikmaður liðsins er án efa Mario Balotelli sem hefur skorað 5 mörk í 13 leikjum á þessari leiktíð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.