Innlent

Tvö börn talin alvarlega slösuð eftir slysið á Skeiðarársandi

Kjartan Kjartansson skrifar
Frá vettvangi slyssins við Háöldukvísl á Skeiðarársandi í gær.
Frá vettvangi slyssins við Háöldukvísl á Skeiðarársandi í gær. Þórður Grétarsson

Þrjú börn og einn fullorðinn sem lentu í árekstri tveggja bifreiða á Skeiðarársandi í gær eru enn á gjörgæslu en tvö barnanna eru sögð alvarlega slösuð. Samkvæmt upplýsingum Landspítalans er hluti hópsins enn til eftirlits en tveir voru útskrifaðir í gærkvöldi.

Alls slösuðust sjö manns í hörðum árekstri tveggja bifreiða á Suðurlandsvegi við Háöldukvísl á Skeiðarársandi síðdegis í gær. Níu ferðamenn frá Frakklandi og Suður-Kóreu voru í bílunum tveimur. Sjö þeirra voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á slysadeild í Fossvogi.

Í tilkynningu frá Landspítalanum nú í morgun kemur fram að af þeim sjö dvelji fjórir enn á gjörgæslu, þrjú börn og einn fullorðinn. Tvö barnanna séu alvarlega slösuð en það þriðja mun minna. Hinir þrír sem slösuðust hafi verið undir eftirliti á bráðamóttöku en tveir þeirra voru útskrifaðir í gærkvöldi. Sá þriðji sé enn til eftirlits.

Landspítalinn þakkar því að nýlega voru opnuð legurými á efri hæð bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi það að hægt var að takast á við slysið með „eðlilegum hætti“. Mikið hefur verið fjallað um álag og plássleysi á bráðamóttökunni undanfarið.


Tengdar fréttir

Alvarlegt bílslys á Suðurlandsvegi

Viðbragðsaðilar á Suðurlandi eru nú á leið á vettvang alvarlegs bílslyss sem varð á Suðurlandsvegi á Skeiðarársandi rétt fyrir klukkan 14 í dag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.