Fótbolti

Samúel Kári í Bundesliguna

Anton Ingi Leifsson skrifar
Samúel eftir að hafa skrifað undir samninginn.
Samúel eftir að hafa skrifað undir samninginn. mynd/paderborn

Samúel Kári Friðjónsson hefur fært sig frá Noregi yfir til Þýskalands en hann hefur samið við Paderborn 07.

Paderborn leikur í þýsku úrvalsdeildinni en liðið er á botni deildarinnar með tólf stig en Samúel Kári á að baki 8 A-landsleiki og var í HM-hópnum í Rússlandi sumarið 2018.

Þrjú stig eru upp í umspilssæti um fall og fimm stig upp í Köln sem er í fimmtánda sætinu en liðið í 15. sætinu heldur sæti sínu í deildinni.
Keflvíkingurinn kemur til liðsins frá Vålerenga en hann var á láni frá Vålerenga hjá Viking á síðustu leiktíð þar sem hann varð meðal annars bikarmeistari.

„Samúel er ungur leikmaður með mikla hæfileika. Hann hentar vel inn í okkar stíl. Það er hægt að nota hann á margan hátt á miðjunni sem er mikilvægt fyrir okkur,“ sagði Martin Przondziono, yfirmaður knattspyrnumála, hjá félaginu.

Paderborn leikur við Bayer Leverkusen á morgun er Bundesligan fer aftur af stað eftir hlé.

Samúel Kári er annar Íslendingurinn í Bundesligunni en Alfreð Fininbogason er á mála hjá Augsburg.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.