Fótbolti

Håland kom inn á sem vara­maður í frum­rauninni hjá Dort­mund og gerði þrennu á 20 mínútum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Norðmaðurinn fagnar marki í dag.
Norðmaðurinn fagnar marki í dag. vísir/getty

Erling Braut Håland heldur áfram að slá í gegn í Evrópuboltanum en hann lék sinn fyrsta leik fyrir Dortmund eftir skiptin frá Salzburg.

Dortmund festi kaup á Norðmanninum undir lok desember en þýski boltinn fór aftur af stað eftir jólafrí. Håland byrjaði á bekknum.

Florian Niederlechner og Marco Richter komu Augsburg í 2-0 áður en Julian Brandt minnkaði muninn. Sex mínútum síðar kom Florian Niederlechner Augsburg aftur í tveggja marka forystu.

Þá kallaði þjálfari Dortmund, Lucien Favre, á Norðmanninn sem var búinn að minnka muninn þremur mínútum eftir að hafa komið inn á.
Jadon Sancho jafnaði metin á 61. mínútu og Håland bætti svo við tveimur mörkum; einu á 70. mínútu og fullkomnaði þrennuna svo á 79. mínútu.

Algjörlega mögnuð byrjun hjá honum í Þýskalandi en Dortmund er í 4. sæti deildarinnar með 33 stig, fjórum stigum á eftir toppliði Leipzig.

Alfreð Finnbogason er að komast aftur af stað eftir meiðsli og var því ekki með Augsburg sem er í 10. sæti deildarinnar.
Önnur úrslit dagsins:
FC Köln - Wolfsburg 3-1
Mainz 05 - Freiburg 1-2
Augsburg - Dortmund 3-5
Fortuna Dusseldorf - Werder Bremen 0-1
Hoffenheim - Eintracht Frankfurt 1-2
17.30 Leipzig - FC Union BerlinAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.