Fótbolti

Ögmundur og Sverrir Ingi báðir í byrjunarliði í Grikklandi

Runólfru Trausti Þórhallsson skrifar
Sverrir Ingi og félagar í PAOK eru á toppi deildarinnar um stundarsakir.
Sverrir Ingi og félagar í PAOK eru á toppi deildarinnar um stundarsakir.

Að venju voru tveir Íslendingar í eldlínunni í grísku úrvalsdeildinni í dag.

Ögmundur Kristinsson stóð sem fyrr í marki Larissa sem steinlá á útivelli gegn AEK Aþenu. Lokatölur 3-0 þar sem Larissa sá aldrei til sólar. Larissa er sem stendur í 10. sæti deildarinnar með 23 stig.

Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá PAOK sem vann öruggan sigur gegnAsteras Tripolis á heimavelli. Lokatölur þar 3-1 og PAOK sem stendur á toppi deildarinnar með 46 stig þegar 19 umferðum er lokið en Olympiacos á leik til góða og getur stolið toppsætinu af PAOK sigri þeir sinn leik.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.