Ekki alltaf unnt að eyða hálku Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 19. janúar 2020 20:00 G. Pétur Matthíasson er upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar Skjáskot úr frétt Vegagerðinni barst ábending um hættulegar aðstæður skömmu áður en að alvarlegt slys varð á Skeiðarársandi í vikunni. Víðast hvar er ástandið um þessar mundir með því móti að ekki er unnt að eyða hálku á vegum. Vegfarendur verði því oft á tíðum að búast við hálku og fara varlega. Þetta segir upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Varað er við flughálku víða um land.Á mbl.is í gær var greint frá atvinnubílstjóra sem gerði Vegagerðinni viðvart um mikla hálku á þjóðveginum við Skeiðarársand á föstudag. Lýsti hann hálkunni sem manndrápshálku. Nokkrum klukkustundum eftir að hann gerði Vegagerðinni viðvart um hálkuna miklu varð alvarlegt bílslys á sama vegi. Sjö manns slösuðust þar af tvö börn alvarlega. Bílsjórinn segist ekki efast um að orsök slyssins hafi verið flughálka á veginum. Kom bílstjórinn að slysinu og undrar hann sig á því hvers vegna Vegagerðin hafi ekki brugðist við ábendingu hans. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir að tæki Vegagerðarinnar hafi farið á svæðið um morguninn og hálkuvarið veginn. „Síðan greinilega gerist það mjög snöggt að hálkan breytist í flughálku og það er það sem bílstjórinn verður var við. Það er einfaldlega þannig að þetta er gríðarlega langur kafli sem verður í því ástandi að það er flughálka og við ráðum ekki við að lagfæra það ástand eða breyta því ástandi á mjög skömmum tíma,“ Sagði G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Vegakerfið er þrettán þúsund kílómetrar. Þar af eru rúmlega fimm þúsund kílómetrar í vetrarþjónustu. Af þessum fimm þúsund kílómetrum eru á milli tólf og þrettán hundruð hálkuvarðir, mest megnis í Reykjavík þar sem umferðin er hvað þéttust og er því reynt að hafa hálkulaust ástand. „Víða úti á landi er ástandið þannig að við getum ekki eytt allri hálku. Vegfarendur þurfa því að búast við að það sé oft á tíðum hálka. Við tökum mark á því sem fólk segir þegar það hringir inn, sérstaklega þegar það er að lýsa ástandi sem er öðruvísi en við höfum skráð. Þá athugum við þær ábendingar eins og við getum,“ sagði G. Pétur. Hann segir að ferðamenn geri sér ekki grein fyrir færðinni hér á landi. „Ég held að Íslendingar séu mjög vel meðvitaðir um hálku og einfaldlega að keyra eftir aðstæðum. Okkar vandamál er að ferðamenn þekkja ekki þetta ástand og þeir gera sér alls ekki grein fyrir því að á mjög stuttum tíma getur ástandið breyst úr því að vera þokkalegt í að vera hættulegt. Ferðamennska á Íslandi Umferðaröryggi Veður Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira
Vegagerðinni barst ábending um hættulegar aðstæður skömmu áður en að alvarlegt slys varð á Skeiðarársandi í vikunni. Víðast hvar er ástandið um þessar mundir með því móti að ekki er unnt að eyða hálku á vegum. Vegfarendur verði því oft á tíðum að búast við hálku og fara varlega. Þetta segir upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Varað er við flughálku víða um land.Á mbl.is í gær var greint frá atvinnubílstjóra sem gerði Vegagerðinni viðvart um mikla hálku á þjóðveginum við Skeiðarársand á föstudag. Lýsti hann hálkunni sem manndrápshálku. Nokkrum klukkustundum eftir að hann gerði Vegagerðinni viðvart um hálkuna miklu varð alvarlegt bílslys á sama vegi. Sjö manns slösuðust þar af tvö börn alvarlega. Bílsjórinn segist ekki efast um að orsök slyssins hafi verið flughálka á veginum. Kom bílstjórinn að slysinu og undrar hann sig á því hvers vegna Vegagerðin hafi ekki brugðist við ábendingu hans. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir að tæki Vegagerðarinnar hafi farið á svæðið um morguninn og hálkuvarið veginn. „Síðan greinilega gerist það mjög snöggt að hálkan breytist í flughálku og það er það sem bílstjórinn verður var við. Það er einfaldlega þannig að þetta er gríðarlega langur kafli sem verður í því ástandi að það er flughálka og við ráðum ekki við að lagfæra það ástand eða breyta því ástandi á mjög skömmum tíma,“ Sagði G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Vegakerfið er þrettán þúsund kílómetrar. Þar af eru rúmlega fimm þúsund kílómetrar í vetrarþjónustu. Af þessum fimm þúsund kílómetrum eru á milli tólf og þrettán hundruð hálkuvarðir, mest megnis í Reykjavík þar sem umferðin er hvað þéttust og er því reynt að hafa hálkulaust ástand. „Víða úti á landi er ástandið þannig að við getum ekki eytt allri hálku. Vegfarendur þurfa því að búast við að það sé oft á tíðum hálka. Við tökum mark á því sem fólk segir þegar það hringir inn, sérstaklega þegar það er að lýsa ástandi sem er öðruvísi en við höfum skráð. Þá athugum við þær ábendingar eins og við getum,“ sagði G. Pétur. Hann segir að ferðamenn geri sér ekki grein fyrir færðinni hér á landi. „Ég held að Íslendingar séu mjög vel meðvitaðir um hálku og einfaldlega að keyra eftir aðstæðum. Okkar vandamál er að ferðamenn þekkja ekki þetta ástand og þeir gera sér alls ekki grein fyrir því að á mjög stuttum tíma getur ástandið breyst úr því að vera þokkalegt í að vera hættulegt.
Ferðamennska á Íslandi Umferðaröryggi Veður Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira