Allir farþegar í tvær skimanir og fjögurra til fimm daga sóttkví Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. ágúst 2020 14:25 Frá skimun Íslenskrar erfðagreiningar á Akranesi. vísir/einar Breytingar verða á fyrirkomulagi landamæraskimunar frá og með næsta miðvikudegi, 19. ágúst. Þá verða allir komufarþegar skimaðir tvisvar við komuna til Íslands. Fyrri sýnataka verður á landamærum, að því búnu ber komufarþegum að fara í sóttkví í 4-5 daga þangað til niðurstaða er fengin úr seinni sýnatöku. Þetta kom fram í máli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á fréttamannafundi í Safnahúsinu í dag. Þessi ákvörðun er í samræmi við þá tillögu sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði að sér þætti ákjósanlegust. Hann skilaði stjórnvöldum níu útfærslum af mögulegu fyrirkomulagi á landamærunum fyrr í þessari viku, sem má fræðast um hér að neðan. Stærsta breytingin frá núverandi fyrirkomulagi er sú að allir farþegar, fyrir utan börn fædd 2005 og síðar, verða skimaðir við komu til landsins. Undanfarið hafa farþegar frá tilteknum ríkjum verið undanskildir. „Í þeim ríkjum er faraldurinn að taka sig upp að nýju og erfitt hefur reynst að hafa eftirlit með því að farþegar hafi í raun dvalið 14 daga í viðkomandi landi,“ segir í auglýsingu Stjórnarráðsins. Þá ber öllum að fara í sýnatöku tvö til þess að tryggja betur að smit greinist hjá þeim sem eru nýlega smitaðir. Hingað til hefur sú krafa einungis átt við Íslendinga og þá sem hér eru búsettir eða koma til lengri tíma dvalar. Fyrstu 4 til 5 dagana þurfa viðkomandi að vera í sóttkví „sem er öruggara og skýrara fyrirkomulag en svokölluð heimkomusmitgát sem mun þá heyra sögunni til.“ Þá stendur jafnframt til að herða reglur um forskráningu farþega „til þess að tryggja að nauðsynlegar upplýsingar liggi fyrir áður en komið er til landsins,“ eins og það er orðað í fyrrnefndri auglýsingu. Hagkvæmt að herða Katrín Jakosdóttir sagði á fundinum í dag að verið væri að byggja ofan á núverandi fyrirkomulag sem hún telur hafa gengið vel. Mörg smit hafi verið gripin á landamærunum sem hafi komið í veg fyrir útbreiðslu sýkingarinnar. Ákvörðunin væri að sama skapi tekin eftir að hafa farið yfir fyrrnefnda valmöguleika sóttvarnalæknis og eftir að hagfræðileg greining, sem gerð var í aðdraganda skimunar, hafði verið uppfærð. Katrín segir að hún beri með sér að það sé þjóðhagslega hagkvæmt að skima fyrir veirunni. Ef gera eigi breytingar á fyrirkomulaginu hnígi hagfræðilegu rökin jafnframt að því að herða á skimuninni frekar en að losa um hana. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bein útsending: Blaðamannafundur vegna landamæraskimana Hægt verður að fylgjast með blaðamannafundinum í beinni útsendingu hér á Vísi. 14. ágúst 2020 13:40 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira
Breytingar verða á fyrirkomulagi landamæraskimunar frá og með næsta miðvikudegi, 19. ágúst. Þá verða allir komufarþegar skimaðir tvisvar við komuna til Íslands. Fyrri sýnataka verður á landamærum, að því búnu ber komufarþegum að fara í sóttkví í 4-5 daga þangað til niðurstaða er fengin úr seinni sýnatöku. Þetta kom fram í máli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á fréttamannafundi í Safnahúsinu í dag. Þessi ákvörðun er í samræmi við þá tillögu sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði að sér þætti ákjósanlegust. Hann skilaði stjórnvöldum níu útfærslum af mögulegu fyrirkomulagi á landamærunum fyrr í þessari viku, sem má fræðast um hér að neðan. Stærsta breytingin frá núverandi fyrirkomulagi er sú að allir farþegar, fyrir utan börn fædd 2005 og síðar, verða skimaðir við komu til landsins. Undanfarið hafa farþegar frá tilteknum ríkjum verið undanskildir. „Í þeim ríkjum er faraldurinn að taka sig upp að nýju og erfitt hefur reynst að hafa eftirlit með því að farþegar hafi í raun dvalið 14 daga í viðkomandi landi,“ segir í auglýsingu Stjórnarráðsins. Þá ber öllum að fara í sýnatöku tvö til þess að tryggja betur að smit greinist hjá þeim sem eru nýlega smitaðir. Hingað til hefur sú krafa einungis átt við Íslendinga og þá sem hér eru búsettir eða koma til lengri tíma dvalar. Fyrstu 4 til 5 dagana þurfa viðkomandi að vera í sóttkví „sem er öruggara og skýrara fyrirkomulag en svokölluð heimkomusmitgát sem mun þá heyra sögunni til.“ Þá stendur jafnframt til að herða reglur um forskráningu farþega „til þess að tryggja að nauðsynlegar upplýsingar liggi fyrir áður en komið er til landsins,“ eins og það er orðað í fyrrnefndri auglýsingu. Hagkvæmt að herða Katrín Jakosdóttir sagði á fundinum í dag að verið væri að byggja ofan á núverandi fyrirkomulag sem hún telur hafa gengið vel. Mörg smit hafi verið gripin á landamærunum sem hafi komið í veg fyrir útbreiðslu sýkingarinnar. Ákvörðunin væri að sama skapi tekin eftir að hafa farið yfir fyrrnefnda valmöguleika sóttvarnalæknis og eftir að hagfræðileg greining, sem gerð var í aðdraganda skimunar, hafði verið uppfærð. Katrín segir að hún beri með sér að það sé þjóðhagslega hagkvæmt að skima fyrir veirunni. Ef gera eigi breytingar á fyrirkomulaginu hnígi hagfræðilegu rökin jafnframt að því að herða á skimuninni frekar en að losa um hana.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bein útsending: Blaðamannafundur vegna landamæraskimana Hægt verður að fylgjast með blaðamannafundinum í beinni útsendingu hér á Vísi. 14. ágúst 2020 13:40 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira
Bein útsending: Blaðamannafundur vegna landamæraskimana Hægt verður að fylgjast með blaðamannafundinum í beinni útsendingu hér á Vísi. 14. ágúst 2020 13:40