Fótbolti

Kveðja Birki en bjóða Aron vel­kominn til baka

Anton Ingi Leifsson skrifar
Birkir í landsleik gegn Tyrkjum í nóvember.
Birkir í landsleik gegn Tyrkjum í nóvember. visir/getty

Birkir Bjarnason er á leið frá Al Arabi í Katar en samningur hans rann út um mánaðamótin.

Birkir skrifaði undir samning um miðjan október eftir að Aron Einar Gunnarsson meiddist.

Heimir Hallgrímsson er stjóri liðsins og verður það út árið 2021 en nú er ljóst að Birkir mun ekki vera áfram hjá félaginu.







Reglur eru um hversu margir erlendir leikmenn mega spila með liðunum í Katar en Birkir þarf nú að finna sér nýtt lið í janúar.

Twitter-síða Al Arabi þakkar Birki fyrir hans störf og býður Aron Einar svo velkominn til baka en hann er í óða önn að verða klár af meiðslunum sem hafa haldið honum frá vellinum undanfarnar vikur og mánuði.







Al Arabi er í 6. sæti deildarinnar með fimmtán stig en eftir góða byrjun hefur liðið ekki unnið í síðustu fimm leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×