Könnuðu hvort rétt væri að krefjast þess að réttargæslumönnum yrði vikið frá Atli Ísleifsson skrifar 2. janúar 2020 06:27 Fjórar konur hafa nú tilkynnt Kristján Gunnar um meint kynferðisbrot. vísir/vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kannaði það fyrir helgi hvort að ástæða væri til að beina kröfu til dómara um að hann myndi leysa tvo réttargæslumenn meintra brotaþola Kristjáns Gunnars Valdimarssonar frá störfum vegna brota á starfsskyldum. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í morgun og eru meint brot réttargæslumannanna sögð felast í viðtölum sem þeir veittu fjölmiðlum og að þeir hafi þannig rofið þagnarskyldu. Málið hafi verið á viðkvæmu stigi á þeim tíma - þegar sakborningur hafi verið í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Í frétt Fréttablaðsins segir að nýlegt dómafordæmi Hæstaréttar hafi hins vegar orðið til þess að lögregla hafi fallið frá því að krefjast þess að réttargæslumönnunum yrði vikið frá og nýir skipaðir í staðinn.Sjá einnig:Réttargæslumaður verulega ósáttur við vinnubrögð lögreglu: „Það hefði átt setja Kristján strax í gæsluvarðhald“ Kristjáni Gunnari var sleppt úr haldi lögreglu á fimmtudag eftir að dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur hafnaði áframhaldandi gæsluvarðhaldi yfir honum. Úrskurðurinn var kærður til Landsréttar, en farið var fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald. Fjórar konur hafa nú tilkynnt Kristján Gunnar um meint kynferðisbrot. Hann var handtekinn á jólanótt grunaður um kynferðisbrot, líkamsáras og um að hafa svipt þrjár konur frelsi sínu. Málið hefur vakið mikla athygli en Kristján er lektor við Háskóla Íslands og einn helsti skattasérfræðingur landsins. Kristján var fyrst handtekinn á heimili sínu á aðfangadag vegna gruns um frelsissviptingu og fíkniefnabrot. Honum var svo sleppt að lokinni yfirheyrslu og síðar handtekinn aftur að morgni jóladags vegna gruns um að hafa brotið gegn tveimur öðrum konum. Eins og áður sagði hafnaði hins vegar dómari kröfu um áframhaldandi gæsluvarðhald. Lektor handtekinn á Aragötu Lögreglan Lögreglumál Tengdar fréttir Lektorinn að öllum líkindum laus yfir áramótin Landsréttur tekur líklega kæru lögreglu fyrir í upphafi nýs árs. 30. desember 2019 14:29 Var vikið úr kennslu við Háskóla Íslands í haust Mál Kristjáns Gunnars Valdimarssonar sem hefur gegnt 30% stöðu sem lektor við Háskóla Íslands hefur verið til umfjöllunar þar í nokkra mánuði og var honum honum vikið úr kennslu í haust samkvæmt upplýsingum fréttastofu. 30. desember 2019 15:06 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kannaði það fyrir helgi hvort að ástæða væri til að beina kröfu til dómara um að hann myndi leysa tvo réttargæslumenn meintra brotaþola Kristjáns Gunnars Valdimarssonar frá störfum vegna brota á starfsskyldum. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í morgun og eru meint brot réttargæslumannanna sögð felast í viðtölum sem þeir veittu fjölmiðlum og að þeir hafi þannig rofið þagnarskyldu. Málið hafi verið á viðkvæmu stigi á þeim tíma - þegar sakborningur hafi verið í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Í frétt Fréttablaðsins segir að nýlegt dómafordæmi Hæstaréttar hafi hins vegar orðið til þess að lögregla hafi fallið frá því að krefjast þess að réttargæslumönnunum yrði vikið frá og nýir skipaðir í staðinn.Sjá einnig:Réttargæslumaður verulega ósáttur við vinnubrögð lögreglu: „Það hefði átt setja Kristján strax í gæsluvarðhald“ Kristjáni Gunnari var sleppt úr haldi lögreglu á fimmtudag eftir að dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur hafnaði áframhaldandi gæsluvarðhaldi yfir honum. Úrskurðurinn var kærður til Landsréttar, en farið var fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald. Fjórar konur hafa nú tilkynnt Kristján Gunnar um meint kynferðisbrot. Hann var handtekinn á jólanótt grunaður um kynferðisbrot, líkamsáras og um að hafa svipt þrjár konur frelsi sínu. Málið hefur vakið mikla athygli en Kristján er lektor við Háskóla Íslands og einn helsti skattasérfræðingur landsins. Kristján var fyrst handtekinn á heimili sínu á aðfangadag vegna gruns um frelsissviptingu og fíkniefnabrot. Honum var svo sleppt að lokinni yfirheyrslu og síðar handtekinn aftur að morgni jóladags vegna gruns um að hafa brotið gegn tveimur öðrum konum. Eins og áður sagði hafnaði hins vegar dómari kröfu um áframhaldandi gæsluvarðhald.
Lektor handtekinn á Aragötu Lögreglan Lögreglumál Tengdar fréttir Lektorinn að öllum líkindum laus yfir áramótin Landsréttur tekur líklega kæru lögreglu fyrir í upphafi nýs árs. 30. desember 2019 14:29 Var vikið úr kennslu við Háskóla Íslands í haust Mál Kristjáns Gunnars Valdimarssonar sem hefur gegnt 30% stöðu sem lektor við Háskóla Íslands hefur verið til umfjöllunar þar í nokkra mánuði og var honum honum vikið úr kennslu í haust samkvæmt upplýsingum fréttastofu. 30. desember 2019 15:06 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Sjá meira
Lektorinn að öllum líkindum laus yfir áramótin Landsréttur tekur líklega kæru lögreglu fyrir í upphafi nýs árs. 30. desember 2019 14:29
Var vikið úr kennslu við Háskóla Íslands í haust Mál Kristjáns Gunnars Valdimarssonar sem hefur gegnt 30% stöðu sem lektor við Háskóla Íslands hefur verið til umfjöllunar þar í nokkra mánuði og var honum honum vikið úr kennslu í haust samkvæmt upplýsingum fréttastofu. 30. desember 2019 15:06