Fótbolti

Aron spilaði í 80 mínútur í fyrsta sigri Al Arabi í rúmar sex vikur

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aron Einar í leik með Al-Arabi fyrr á leiktíðinni.
Aron Einar í leik með Al-Arabi fyrr á leiktíðinni. vísir/al arabi

Aron Einar Gunnarsson var mættur aftur í byrjunarliðið hjá Al-Arabi í boltanum í Katar en hann lék fyrstu 80 mínúturnar er Al-Arabi vann í dag 3-0 sigur á Al Ahli á útivelli.

Þetta var fyrsti sigur Al-Arabi síðan liðið vann 2-1 sigur á Al Sailiya í bikarnum í Katar.





Al-Arabi voru 2-0 yfir í hálfleik og bættu við þriðja markinu er um stundarfjórðungur var eftir af leiknum.

Eftir sigruin er Al-Arabi komið upp í fjórða sæti deildarinnar með átján stig en toppliðið Duhail er með 29 stig á toppnum.

Þeir voru einmitt að bæta við sig framherjanum Mario Mandzukic en þjálfari liðsins er Rui Faria, fyrrum aðstoðarstjóri Jose Mourinho hjá Man. United og Real Madrid til að mynda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×