Aston Villa og Brig­hton úr leik og Wat­ford kastaði frá sér þriggja marka for­ystu | Öll úr­slit dagsins

Anton Ingi Leifsson skrifar
Potter og lærisveinar hans eru úr leik í enska bikarnum.
Potter og lærisveinar hans eru úr leik í enska bikarnum. vísir/epa

Aston Villa og Brighton eru úr leik í enska bikarnum þetta tímabilið eftir að liðin töpuðu viðureignum sínum í 3. umferðinni sem hófst í dag.

Aston Villa tapaði 2-1 fyrir Fulham í Lundúnum í hörkuleik. Bæði mörk Fulham voru af dýrari gerðinni en sigurmarkið gerði Harry Arter stundarfjórðungi fyrir leikslok af 25 metra færi.







Brighton tapaði 1-0 fyrir B-deildarliðinu Sheffield Wednesday en miðvikudagsmenn eru í toppbaráttunni í næst efstu deild enska boltans.

Watford virtist vera gera út um leikinn gegn Tranmere í fyrri hálfleik. Watford var komið í 3-0 eftir 34 mínútur en gestirnir voru ekki hættir og jöfnuðu metin í 3-3 í síðari hálfleik.

Liðin þurfa því að mætast á nýjan leik, þá á heimavelli Tranmere.





Southampton vann svo 2-0 sigur á Huddersfield á heimavelli. William Smallbone og Jake Vokins sáu um markaskorunina.

Botnlið úrvalsdeildarinnar, Norwich, rúllaði yfir Preston, 4-2, á útivivelli. Hinn átján ára gamli Adam Uche Idah gerði þrjú af fjórum mörkum Norwich.





Úrslitin í leikjunum sem hófust klukkan þrjú:

Brentford - Stoke 1-0

Brighton - Sheffield Wednesday 0-1

Cardiff - Carlisle 2-2

Fulham - Aston Villa 2-1

Oxford - Hartlepool 4-1

Preston North End - Norwich 2-4

Reading - Blackpool 2-2

Southampton - Huddersfield 2-0

Watford - Tranmere 3-2

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira