Lögreglan á Norðurlandi vestra sjálfbær Jakob Bjarnar skrifar 3. janúar 2020 14:06 Gunnar Örn. Annað árið í röð er lögreglan á Norðurlandi vestra sjálfbær en þar er verið að leggja á meiri sektir en sem nemur ríkisframlagi. Gunnar Örn Jónsson lögreglustjóri á Norðurlandi vestra er harla ánægður með 2019 og starf lögreglunnar á því herrans ári. „Liðið ár gekk mjög vel. Við náðum að halda sjó eftir hina gríðarlegu aukningu sem varð hér í málafjölda 2018, það er mikill áfangi,“ segir lögreglustjórinn. Hann segir að þeim hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra hafi tekist að halda úti miklu og öflugu eftirliti alla mánuði ársins, sem skilar sér í færri slysum og öruggari umferð. „Við erum að taka saman slysatölur en bráðabirgðaniðurstöður eru þær að slysatíðni hér sé áfram á niðurleið og haldi að minnsta kosti sjó frá því í fyrra, en þá fækkaði umferðarslysum hér á milli ára um 26 prósent.“ Bráðabirgðatalna um afbrot er að vænta en þær munu sýna að hegningarlagabrotum hafi fækkað um 10,4 prósent á milli ára. „Við erum þar lægst á landinu. Annað árið í röð erum við sjálfbær, við erum að leggja á meiri sektir en sem nemur ríkisframlagi, það eitt og sér er merkilegt, en þó er það að ótöldum þeim gríðarlega fjárhagslega ávinningi sem 26 prósenta fækkun umferðarslysa er fyrir samfélagið í heild sinni.“ Gunnar Örn segir þetta sýna svart á hvítu að aukin frumkvæðislöggæsla og aukin sýnileiki á lögreglu er einfaldlega að virka, jafnt til afbrotaforvarna og varðandi umferðaröryggi. Hann segist stoltur af sínu lögregluliði og að þar sé til staðar mikill slagkraftur. Lögreglan Lögreglumál Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Sjá meira
Gunnar Örn Jónsson lögreglustjóri á Norðurlandi vestra er harla ánægður með 2019 og starf lögreglunnar á því herrans ári. „Liðið ár gekk mjög vel. Við náðum að halda sjó eftir hina gríðarlegu aukningu sem varð hér í málafjölda 2018, það er mikill áfangi,“ segir lögreglustjórinn. Hann segir að þeim hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra hafi tekist að halda úti miklu og öflugu eftirliti alla mánuði ársins, sem skilar sér í færri slysum og öruggari umferð. „Við erum að taka saman slysatölur en bráðabirgðaniðurstöður eru þær að slysatíðni hér sé áfram á niðurleið og haldi að minnsta kosti sjó frá því í fyrra, en þá fækkaði umferðarslysum hér á milli ára um 26 prósent.“ Bráðabirgðatalna um afbrot er að vænta en þær munu sýna að hegningarlagabrotum hafi fækkað um 10,4 prósent á milli ára. „Við erum þar lægst á landinu. Annað árið í röð erum við sjálfbær, við erum að leggja á meiri sektir en sem nemur ríkisframlagi, það eitt og sér er merkilegt, en þó er það að ótöldum þeim gríðarlega fjárhagslega ávinningi sem 26 prósenta fækkun umferðarslysa er fyrir samfélagið í heild sinni.“ Gunnar Örn segir þetta sýna svart á hvítu að aukin frumkvæðislöggæsla og aukin sýnileiki á lögreglu er einfaldlega að virka, jafnt til afbrotaforvarna og varðandi umferðaröryggi. Hann segist stoltur af sínu lögregluliði og að þar sé til staðar mikill slagkraftur.
Lögreglan Lögreglumál Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Sjá meira