Sportpakkinn: Espanyol freistar þess að vinna granna sína í fyrsta sinn síðan 2009 Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. janúar 2020 16:30 Barcelona hefur ekki tapað fyrir Espanyol í 30 leikjum í röð. vísir/ap Keppni í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta hefst í kvöld eftir jólafrí. Arnar Björnsson tók saman frétt um leiki helgarinnar. Sevilla er í 3. sæti og getur náð Real Madrid að stigum með sigri á Athletic Bilbao. Sevilla vann 2-0 þegar liðin mættust í Andalúsíu í lok síðustu leiktíðar en Bilbao vann Sevilla tvisvar á síðustu leiktíð, 2-0 í deildinni og 1-0 í bikarkeppninni á Ramón Sánchez Pizjuán, heimavelli Sevilla. Leikurinn hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Stórleikur 19. umferðarinnar verður grannaslagurinn í Katalóníu þegar Espanyol fær Barcelona í heimsókn. Það er óhætt að segja að himin og haf skilji liðin að; Espanyol er í neðsta sæti með tíu stig en Barcelona er í 1. sæti með 39. Espanyol hefur aðeins unnið tvo leiki, þann seinni í lok október 1-0 gegn Levante. Sex tapleikir og tvö jafntefli er uppskeran síðan þá og liðið hefur aðeins skorað tólf mörk í 18 leikjum. Barcelona er ósigrað í sjö síðustu leikjum og hefur unnið fimm þeirra. Barcelona vann 4-0 á heimavelli Espanyol á síðustu leiktíð. Lionel Messi skoraði tvö markanna og þeir Luis Suárez og Ousmane Dembélé hin mörkin. Barcelona vann á Nývangi, 2-0, með tveimur mörkum frá Messi. Síðasti sigur Espanyol á Barcelona kom í nóvember 2009; 2-1 urðu úrslitin. Barcelona hefur ekki tapað í 30 síðustu leikjum gegn grönnum sínum, skorað 52 mörk og aðeins fengið á sig fimm. Gamli varnarmaðurinn hjá Barcelona, Abelardo Fernández, tók við Espanyol í lok desember. Hann er þriðji knattspyrnustjóri liðsins á leiktíðinni. David Gallego var rekinn 7. október og Pablo Machín 22. desember. Leikurinn er annað kvöld klukkan 20:00, beint á Stöð 2 Sport 2. Þegar sá leikur byrjar gæti Real Madrid verið komið á toppinn. Real fer í stutta ferð til Getafe. Real hefur oft farið illa með granna sína en liðin gerðu markalaust jafntefli á síðustu leiktíð. Getafe hefur spjarað sig vel í deildinni á leiktíðinni, er í 6. sæti, sjö stigum á eftir Real Madríd. Þeir töpuðu ekki í sjö leikjum í röð þar til í síðustu umferð þegar Villarreal vann 1-0. Leikur Getafe og Real Madríd hefst klukkan 15:00 á laugardag og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Jafnteflin hjá Atlético Madrid gætu reynst afdrifarík í lok leiktíðar. Í 18 leikjum í deildinni eru jafnteflin átta. Sem fyrr er varnarleikurinn traustur. Liðið hefur aðeins fengið á sig ellefu mörk, fæst allra liða í deildinni. Það gengur verr að skora. Liðið hefur aðeins skorað 20 mörk en til samanburðar hefur Barcelona skorað 47 mörk í deildinni í vetur. Atletico mætir Levante klukkan 17:30 á morgun á Stöð 2 Sport 4. Á þarsíðustu leiktíð vann Atletico Madríd 5-0 á útivelli og 3-0 á heimavelli en á síðustu leiktíð gerðu liðin 2-2 jafntefli á heimavelli Levante en Madrídarliðið marði sigur á heimavelli 1-0, þá skoraði Antoine Grizeman úr vítaspyrnu. Fréttina má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Borgarslagur í Barselóna Sportpakkinn Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Fótbolti Fleiri fréttir Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Í beinni: ÍA - KA | Gulu liðin gera upp málin Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sjá meira
Keppni í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta hefst í kvöld eftir jólafrí. Arnar Björnsson tók saman frétt um leiki helgarinnar. Sevilla er í 3. sæti og getur náð Real Madrid að stigum með sigri á Athletic Bilbao. Sevilla vann 2-0 þegar liðin mættust í Andalúsíu í lok síðustu leiktíðar en Bilbao vann Sevilla tvisvar á síðustu leiktíð, 2-0 í deildinni og 1-0 í bikarkeppninni á Ramón Sánchez Pizjuán, heimavelli Sevilla. Leikurinn hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Stórleikur 19. umferðarinnar verður grannaslagurinn í Katalóníu þegar Espanyol fær Barcelona í heimsókn. Það er óhætt að segja að himin og haf skilji liðin að; Espanyol er í neðsta sæti með tíu stig en Barcelona er í 1. sæti með 39. Espanyol hefur aðeins unnið tvo leiki, þann seinni í lok október 1-0 gegn Levante. Sex tapleikir og tvö jafntefli er uppskeran síðan þá og liðið hefur aðeins skorað tólf mörk í 18 leikjum. Barcelona er ósigrað í sjö síðustu leikjum og hefur unnið fimm þeirra. Barcelona vann 4-0 á heimavelli Espanyol á síðustu leiktíð. Lionel Messi skoraði tvö markanna og þeir Luis Suárez og Ousmane Dembélé hin mörkin. Barcelona vann á Nývangi, 2-0, með tveimur mörkum frá Messi. Síðasti sigur Espanyol á Barcelona kom í nóvember 2009; 2-1 urðu úrslitin. Barcelona hefur ekki tapað í 30 síðustu leikjum gegn grönnum sínum, skorað 52 mörk og aðeins fengið á sig fimm. Gamli varnarmaðurinn hjá Barcelona, Abelardo Fernández, tók við Espanyol í lok desember. Hann er þriðji knattspyrnustjóri liðsins á leiktíðinni. David Gallego var rekinn 7. október og Pablo Machín 22. desember. Leikurinn er annað kvöld klukkan 20:00, beint á Stöð 2 Sport 2. Þegar sá leikur byrjar gæti Real Madrid verið komið á toppinn. Real fer í stutta ferð til Getafe. Real hefur oft farið illa með granna sína en liðin gerðu markalaust jafntefli á síðustu leiktíð. Getafe hefur spjarað sig vel í deildinni á leiktíðinni, er í 6. sæti, sjö stigum á eftir Real Madríd. Þeir töpuðu ekki í sjö leikjum í röð þar til í síðustu umferð þegar Villarreal vann 1-0. Leikur Getafe og Real Madríd hefst klukkan 15:00 á laugardag og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Jafnteflin hjá Atlético Madrid gætu reynst afdrifarík í lok leiktíðar. Í 18 leikjum í deildinni eru jafnteflin átta. Sem fyrr er varnarleikurinn traustur. Liðið hefur aðeins fengið á sig ellefu mörk, fæst allra liða í deildinni. Það gengur verr að skora. Liðið hefur aðeins skorað 20 mörk en til samanburðar hefur Barcelona skorað 47 mörk í deildinni í vetur. Atletico mætir Levante klukkan 17:30 á morgun á Stöð 2 Sport 4. Á þarsíðustu leiktíð vann Atletico Madríd 5-0 á útivelli og 3-0 á heimavelli en á síðustu leiktíð gerðu liðin 2-2 jafntefli á heimavelli Levante en Madrídarliðið marði sigur á heimavelli 1-0, þá skoraði Antoine Grizeman úr vítaspyrnu. Fréttina má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Borgarslagur í Barselóna
Sportpakkinn Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Fótbolti Fleiri fréttir Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Í beinni: ÍA - KA | Gulu liðin gera upp málin Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sjá meira