Enski boltinn

Mourin­ho óttast um meiðsli Kane sem verður frá í nokkrar vikur

Anton Ingi Leifsson skrifar
Harry Kane í leiknum á miðvikudaginn.
Harry Kane í leiknum á miðvikudaginn. vísir/getty

Harry Kane, fyrirliði Tottenhm og enska landsliðsins, verður frá í nokkrar vikur samkvæmt yfirlýsingu hjá félaginu.

Kane fór af velli í tapinu gegn Southampton á miðvikudag og á blaðamannafundi fyrr í dag sagði Jose Mourinho, stjóri Tottenham, að hann héldi að Kane yrði lengi frá.

Svo varð ekki raunin en hann verður þó frá í nokkrar vikur og verður þar af leiðandi ekki með í enska bikarnum á sunnudaginn gegn Middlesbrough.







Kane hefur skorað 27 mörk í 31 leikjum á leiktíðinni fyrir bæði Tottenham og enska landsliðið.

Mourinho sagði að Kane yrði sárt saknað en Tottenham hefur verið í þónokkrum vandræðum að undanförnu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×