Íslenski boltinn

Fjölnismenn skoruðu sjö gegn Þrótti

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Fjölnismenn leika meðal þeirra bestu næsta sumar.
Fjölnismenn leika meðal þeirra bestu næsta sumar. vísir/bára

Reykjavíkurmótið í fótbolta hófst í dag þegar Fjölnir og Þróttur mættust í Egilshöll. Fjölnismenn munu leika í Pepsi Max deildinni næsta sumar á meðan Þróttarar eru í Inkasso deildinni líkt og undanfarin ár.

Það var gríðarlegur munur á liðunum í dag og áður en yfir lauk höfðu Fjölnismenn skorað sjö mörk gegn engu hjá Þrótti.

Hallvarður Óskar Sigurðsson skoraði tvö mörk fyrir Fjölni og þeir Arnór Breki Ásþórsson, Jóhann Árni Gunnarsson, Jón Gísli Ström, Hans Viktor Guðmundsson og Torfi Tímoteus Gunnarsson gerðu eitt mark hver.

Á Akureyri var leikið í Kjarnafæðismótinu þar sem Inkasso deildarlið Magna Grenivík lagði KA 2, 3-2. Þar sáu þeir Kristinn Þór Rósbergsson, Áki Sölvason og Rúnar Þór Brynjarsson um markaskorun Magnamanna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.