Mikil aukning í samtölum við Hjálparsímann 1717: Atburðir í samfélaginu eins og óveðrið í desember hafði áhrif á kvíða fólks Jóhann K. Jóhannsson skrifar 4. janúar 2020 18:45 Mun fleiri höfðu samband við Hjálparsímann 1717 á síðasta ári en árið þar á undan. Vandi fólks snýr að félags- og fjárhagsvanda sem og húsnæðisvanda. Þá eru sjálfsvígssamtöl orðin alvarlegri. Atburðir í samfélaginu, eins og óveðrið í desember, hafa aukið kvíða hjá fólki. Hjálparsíma Rauða krossins á Íslandi, 1717, berast að jafnaði 14-15 þúsund símtöl á ári og hefur sá fjöldi haldist að bestu óbreyttur með smávægilegum breytingum á milli ára. Álagstími Hjálparsímans er ávallt í kringum hátíðir og segir ráðgjafi að jólahátíðin sem senn er á enda engin undantekning. „Það er svona þegar að það ríkir mikil gleði í samfélaginu almennt þá oft eykst álagið hjá okkur,“ segir Berglind Guðjónsdóttir, ráðgjafi Hjálparsímans 1717. Berglind Guðjónsdóttir, ráðgjafi Hjálparsímans 1717.Vísir/Stöð 2 Alvarlegum sjálfsvígssamtölum fjölgar Tilfelli sem sjálfboðaliðar takast á við snúa að sjálfsvígshugsunum, einmanaleika, fjárhagserfiðleikum og vanrækslu barna. Á undanförnum þremur árum hefur verið stöðug aukning í sjálfsvígssamtölum sem rakin eru meðal annars til aukinnar umfjöllunar um geðheilbrigðismál og sjálfsvíg. Mikil aukning var á milli áranna 2018 og 2019 en á síðasta ári bárust hátt í eitt þúsund símtöl vegna sjálfsvíga sem er tæplega 30% aukning frá árinu áður. Á milli áranna 2017 og 2018 var aukningin undir 10%. „Við sjáum mjög mikla aukningu á milli 2018 og 2019 í sjálfsvígssímtölum. Eðli þeirra hefur líka verið að breytast. Það er orðið meira um alvarlegri sjálfsvígssamtöl,“ segir Berglind. Tilfellum er snúa að félags- og fjárhagsvanda, húsnæðisvanda og vanrækslu barna fjölgar Einnig hefur samtölum er varða félagslegan- og fjárhagslegan vanda aukist töluvert á síðasta ári. Samtölum er varða atvinnuleysi hefur fjölgað um 56%, fjárhagsvanda um 46% og húsnæðisvanda 51%. Þá er 30% aukning í samtölum er snúa að vanrækslu barna Berglind segir að aldurshópurinn sem hafi samband sé mjög breiður en mest fjölgar hjá fólki undir 25 ára. „Í rauninni eru þetta ellefu til tólf ára börn og upp í eldra fólk,“ segir Berglind. Það hefur samtölum vegna atburða í samfélaginu einnig aukist, nú síðast í byrjun desember. „Það er eins og óveðrið sem var núna seinast. Það kemur bara upp ákveðinn ótti og kvíði. Fólk upplifir bara mikinn kvíða. Hvað mun gerast, hvernig mun þetta fara?“ segir Berglind.Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Félagsmál Heilbrigðismál Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Sjá meira
Mun fleiri höfðu samband við Hjálparsímann 1717 á síðasta ári en árið þar á undan. Vandi fólks snýr að félags- og fjárhagsvanda sem og húsnæðisvanda. Þá eru sjálfsvígssamtöl orðin alvarlegri. Atburðir í samfélaginu, eins og óveðrið í desember, hafa aukið kvíða hjá fólki. Hjálparsíma Rauða krossins á Íslandi, 1717, berast að jafnaði 14-15 þúsund símtöl á ári og hefur sá fjöldi haldist að bestu óbreyttur með smávægilegum breytingum á milli ára. Álagstími Hjálparsímans er ávallt í kringum hátíðir og segir ráðgjafi að jólahátíðin sem senn er á enda engin undantekning. „Það er svona þegar að það ríkir mikil gleði í samfélaginu almennt þá oft eykst álagið hjá okkur,“ segir Berglind Guðjónsdóttir, ráðgjafi Hjálparsímans 1717. Berglind Guðjónsdóttir, ráðgjafi Hjálparsímans 1717.Vísir/Stöð 2 Alvarlegum sjálfsvígssamtölum fjölgar Tilfelli sem sjálfboðaliðar takast á við snúa að sjálfsvígshugsunum, einmanaleika, fjárhagserfiðleikum og vanrækslu barna. Á undanförnum þremur árum hefur verið stöðug aukning í sjálfsvígssamtölum sem rakin eru meðal annars til aukinnar umfjöllunar um geðheilbrigðismál og sjálfsvíg. Mikil aukning var á milli áranna 2018 og 2019 en á síðasta ári bárust hátt í eitt þúsund símtöl vegna sjálfsvíga sem er tæplega 30% aukning frá árinu áður. Á milli áranna 2017 og 2018 var aukningin undir 10%. „Við sjáum mjög mikla aukningu á milli 2018 og 2019 í sjálfsvígssímtölum. Eðli þeirra hefur líka verið að breytast. Það er orðið meira um alvarlegri sjálfsvígssamtöl,“ segir Berglind. Tilfellum er snúa að félags- og fjárhagsvanda, húsnæðisvanda og vanrækslu barna fjölgar Einnig hefur samtölum er varða félagslegan- og fjárhagslegan vanda aukist töluvert á síðasta ári. Samtölum er varða atvinnuleysi hefur fjölgað um 56%, fjárhagsvanda um 46% og húsnæðisvanda 51%. Þá er 30% aukning í samtölum er snúa að vanrækslu barna Berglind segir að aldurshópurinn sem hafi samband sé mjög breiður en mest fjölgar hjá fólki undir 25 ára. „Í rauninni eru þetta ellefu til tólf ára börn og upp í eldra fólk,“ segir Berglind. Það hefur samtölum vegna atburða í samfélaginu einnig aukist, nú síðast í byrjun desember. „Það er eins og óveðrið sem var núna seinast. Það kemur bara upp ákveðinn ótti og kvíði. Fólk upplifir bara mikinn kvíða. Hvað mun gerast, hvernig mun þetta fara?“ segir Berglind.Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Félagsmál Heilbrigðismál Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Sjá meira