Erlent

Vinstri­maður hafði betur gegn sitjandi for­seta í Króatíu

Atli Ísleifsson skrifar
Zoran Milanovic var frambjóðandi Jafnaðarmanna og gegndi embætti forsætisráðherra á árunum 2011 til 2015.
Zoran Milanovic var frambjóðandi Jafnaðarmanna og gegndi embætti forsætisráðherra á árunum 2011 til 2015. epa

Vinstrimaðurinn Zoran Milanovic verður næsti forseti Króatíu eftir að hann vann sigur á sitjandi forseta, þjóðernissinnanum Kolinda Grabar-Kitarovic, í forsetakosningunum sem fram fóru í landinu um helgina.

Milanovic var frambjóðandi Jafnaðarmanna og gegndi embætti forsætisráðherra á árunum 2011 til 2015. Hét hann því að lægja öldur í landinu og sagði hann sigurinn veita landsmönnum bæði „von og trú“. Sagðist hann auk þess ætla að berjast gegn spillingu, sem hann hafði hafa aukist eftir að Íhaldsmenn komust til valda.

Hinn 53 ára Milanovic hlaut 53 prósent atkvæða, en Grabar-Kitarovic, sem tók við embættinu árið 2015, hlaut 47 prósent.

Forseti Króatíu gegnir mikilvægu hlutverki þegar kemur að utanríkis- og öryggismálum landsins, en annars er það forsætisráðherrann sem er valdamesti maður landsins. Þó má búast við að forseti landsins verði meira áberandi á fyrri hluta þessa árs en vanalega þar sem Króatar tóku um áramótin við formennsku í ráðherraráði Evrópusambandsins.

Milanovic mun taka við embætti forseta þann 19. febrúar næstkomandi.

Þingkosningar fara fram í landinu síðar á þessu ári, en hægrimenn eru nú með meirihluta á þinginu.


Tengdar fréttir

Króatar velja á milli Milanovic og Grabar-Kitarovic

Króatískir ríkisborgarar sem búa yfir kosningarétti ganga til kjörstaðar í dag og er þar gert að velja á milli þeirra tveggja frambjóðenda sem hlutu mest fylgi í fyrstu umferð kosninganna í desember síðastliðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×