Hið besta mál gerist fólk vegan en það bjargi ekki jörðinni eitt og sér Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. janúar 2020 15:00 Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins. Vísir/Baldur „Ég tek hatt minn ofan fyrir þeim sem hafa farið alla leið og eru vegan en eins og maður sér stundum haldið fram, slegið upp í fjölmiðlum: „Going Vegan saves the planet“. Það er bara ekki satt. Því miður. Jafnvel þó að maður gjarnan vildi það.“Þetta segir Sævar Helgi Bragason stjörnufræðikennari og vísindamaður í samtali við Vísi en hann hefur undanfarna daga staðið í ströngu í rökræðum við grænkera á Twitter, sem fett hafa fingur út í það að hann tali ekki nóg um mikilvægi þess að taka upp vegan-mataræði í baráttunni gegn loftslagsbreytingum, þegar Sævar Helgi heldur erindi um hvað sé hægt að gera til að stemma í stigu við þær breytingar á náttúrunni sem mannkynið stendur nú frammi fyrir.Í umræðunum benti Sævar Helgi á að losun vegna kjötframleiðslu væri vissulega vandamál og það að hætta að borða kjöt væri sannarlega lóð á vogarskálarnar, en það væri þó ekki stóra lausnin á loftslagsmálum, en ýjað var að því í umræðunum að grænkeravæðing væri það mikilvægasta sem hver einstaklingar gæti gert.„Það stærsta sem einstaklingar geta gert er að kjósa kerfisbreytingar,“ skrifaði Sævar Helgi á Twitter. Í samtali við Vísi útskýrir hann nánar hvað hann á við. Mikil framþróun hefur verið í þróun á kjötlausu kjöti að undanförnu.Vísir/Getty. Það þurfi að minnka kolefnisspor allra „Einstaklingar geta lagt mjög margt af mörkum til að leggjast gegn loftslagsvánni og eitt af því er að sjálfsögðu að breyta mataræði sínu, það er segja að borða minna kjöt. Við vitum alveg sem er líka að það dugir ekki til heldur þurfum við að breyta því hvernig við framleiðum matvæli. Þau verða að verða framleidd á sjálfbærari hátt, vistvænni hátt. Í leiðinni þurfum við að breyta raforkukerfinu, hvernig við byggjum húsin okkar. Hvaða orkugjafa við notum í samgöngum og svo framvegis,“ segir Sævar Helgi. Það verði ekki leyst með einstaklingsframtakinu einu saman. „Það þarf kerfisbreytingar sem miða að því að við minnkum kolefnisspor allra hvort sem að fólki líkar það betur eða verr þannig séð og í raun og veru kannski frekar án þess að fólk taki eftir því þannig að það hafi engin sérstök áhrif á daglegt líf þeirra. Það til dæmis gerum við með því að breyta landbúnaðarkerfum heimsins og framleiða mat, kjöt sérstaklega, á sjálfbærari og vistvænni hátt,“ segir Sævar Helgi. Til að stuðla að þessu geti einstaklingar gert ýmislegt, til dæmis að breyta neysluvenjum, en allir þurfi að leggja sitt af mörkum, meðal annars í kjörklefanum. „Allur pakkinn, stjórnvöld, fyrirtæki, stofnanir og sjálfsögðu einstaklingar. Það þarf þá að kjósa þannig að við kjósum fólk sem að vill gera þær breytingar að koma okkur úr kolefnissamfélagi í samfélag sem framleiðir orkuna á vistvænni hátt eins og við höfum gert á Íslandi til dæmis með fallvötnum,“ segir Sævar Helgi. Víða núningur og viðnám vegna þess sem þurfi að gera Tekur hann Ástralíu sem dæmi þar sem nú geisa miklar skógar- og kjarreldar. Talið er að loftslagsbreytingar eigi sinn þátt í því hversu miklir eldarnir eru þetta árið. „Við sjáum það til dæmis í Ástralíu þar sem er ríkisstjórn við völd sem hefur unnið gegn markmiðum í loftslagsmálum og það er það sem maður er að meina. Það þarf að kjósa fólk sem er til í að berjast fyrir þessum stóru breytingum sem við þurfum og verðum að gera á lífi okkar á jörðinni, ef að við ætlum að koma í veg fyrir frekari óþarfa hamfarir og versnandi ástand á jörðinni sem ég held að enginn vilji,“ segir Sævar Helgi. Kerfisbreytinga er þörfð að sögn Sævars, meðal annars það að minnka notkun jarðefnaeldsneytis.Vísir/Getty Til margs að vinna að breyta mataræðinu Þannig sé það hið besta mál ef sem flestir kjósi að að gerast vegan eða grænmetisæta. En vandamálið sé stærra en það að það sé stóra lausnin við loftslagsmálum. „Jafn vel þó að við myndum breyta mataræðinu alveg þá er samt sem áður 85-90 prósent eftir að kökunni sem við þurfum að skera niður. Það er til margs að vinna með að breyta mataræðinu. Það er heilsusamlegt og fer vel með náttúruna þannig að ég tala algjörlega fyrir því. Ég held við séum flest öll alveg sammála. Ég vil bara halda staðreyndunum til haga og að það sé vísað í traustar heimildir.“ Losun vegna kjötframleiðslu er vandamál en alls ekki stærsta vandamálið eins og sjá má. Að borða minna kjöt hjálpar svo sannarlega en er langt frá því að vera stóra lausnin. Er annars með glæru um þetta í fyrirlestrunum og sýni þar kolefnisspor mismunandi matvæla. pic.twitter.com/CHX7WoqBDO— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) January 4, 2020 Það sé þó mikilvægt að gera ekki lítið úr framlagi einstaklinga til að stemma stigu við loftslagsbreytingar. „Það má ekki gera lítið úr persónulega framlagi en það er samt lykilatriði að halda staðreyndunum á hreinu og hafa það í huga að þótt að það sé góður vilji á bak við þá verður maður að berjast fyrir breytingum á stærri stöðum sem skila á endanum breytingum sem við þurfum að gera,“ segir Sævar Helgi. „Ef að við ætlum að halda áfram að framleiða hlutina okkar og raforkuna og matinn okkar eins og við höfum gert þá breytist þetta ekki neitt. Jafnvel þó að stór hluti eða einhver hluti jarðarbúa gerist vegan, grænmetisætur eða hvað annað.“ Loftslagsmál Neytendur Umhverfismál Vegan Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
„Ég tek hatt minn ofan fyrir þeim sem hafa farið alla leið og eru vegan en eins og maður sér stundum haldið fram, slegið upp í fjölmiðlum: „Going Vegan saves the planet“. Það er bara ekki satt. Því miður. Jafnvel þó að maður gjarnan vildi það.“Þetta segir Sævar Helgi Bragason stjörnufræðikennari og vísindamaður í samtali við Vísi en hann hefur undanfarna daga staðið í ströngu í rökræðum við grænkera á Twitter, sem fett hafa fingur út í það að hann tali ekki nóg um mikilvægi þess að taka upp vegan-mataræði í baráttunni gegn loftslagsbreytingum, þegar Sævar Helgi heldur erindi um hvað sé hægt að gera til að stemma í stigu við þær breytingar á náttúrunni sem mannkynið stendur nú frammi fyrir.Í umræðunum benti Sævar Helgi á að losun vegna kjötframleiðslu væri vissulega vandamál og það að hætta að borða kjöt væri sannarlega lóð á vogarskálarnar, en það væri þó ekki stóra lausnin á loftslagsmálum, en ýjað var að því í umræðunum að grænkeravæðing væri það mikilvægasta sem hver einstaklingar gæti gert.„Það stærsta sem einstaklingar geta gert er að kjósa kerfisbreytingar,“ skrifaði Sævar Helgi á Twitter. Í samtali við Vísi útskýrir hann nánar hvað hann á við. Mikil framþróun hefur verið í þróun á kjötlausu kjöti að undanförnu.Vísir/Getty. Það þurfi að minnka kolefnisspor allra „Einstaklingar geta lagt mjög margt af mörkum til að leggjast gegn loftslagsvánni og eitt af því er að sjálfsögðu að breyta mataræði sínu, það er segja að borða minna kjöt. Við vitum alveg sem er líka að það dugir ekki til heldur þurfum við að breyta því hvernig við framleiðum matvæli. Þau verða að verða framleidd á sjálfbærari hátt, vistvænni hátt. Í leiðinni þurfum við að breyta raforkukerfinu, hvernig við byggjum húsin okkar. Hvaða orkugjafa við notum í samgöngum og svo framvegis,“ segir Sævar Helgi. Það verði ekki leyst með einstaklingsframtakinu einu saman. „Það þarf kerfisbreytingar sem miða að því að við minnkum kolefnisspor allra hvort sem að fólki líkar það betur eða verr þannig séð og í raun og veru kannski frekar án þess að fólk taki eftir því þannig að það hafi engin sérstök áhrif á daglegt líf þeirra. Það til dæmis gerum við með því að breyta landbúnaðarkerfum heimsins og framleiða mat, kjöt sérstaklega, á sjálfbærari og vistvænni hátt,“ segir Sævar Helgi. Til að stuðla að þessu geti einstaklingar gert ýmislegt, til dæmis að breyta neysluvenjum, en allir þurfi að leggja sitt af mörkum, meðal annars í kjörklefanum. „Allur pakkinn, stjórnvöld, fyrirtæki, stofnanir og sjálfsögðu einstaklingar. Það þarf þá að kjósa þannig að við kjósum fólk sem að vill gera þær breytingar að koma okkur úr kolefnissamfélagi í samfélag sem framleiðir orkuna á vistvænni hátt eins og við höfum gert á Íslandi til dæmis með fallvötnum,“ segir Sævar Helgi. Víða núningur og viðnám vegna þess sem þurfi að gera Tekur hann Ástralíu sem dæmi þar sem nú geisa miklar skógar- og kjarreldar. Talið er að loftslagsbreytingar eigi sinn þátt í því hversu miklir eldarnir eru þetta árið. „Við sjáum það til dæmis í Ástralíu þar sem er ríkisstjórn við völd sem hefur unnið gegn markmiðum í loftslagsmálum og það er það sem maður er að meina. Það þarf að kjósa fólk sem er til í að berjast fyrir þessum stóru breytingum sem við þurfum og verðum að gera á lífi okkar á jörðinni, ef að við ætlum að koma í veg fyrir frekari óþarfa hamfarir og versnandi ástand á jörðinni sem ég held að enginn vilji,“ segir Sævar Helgi. Kerfisbreytinga er þörfð að sögn Sævars, meðal annars það að minnka notkun jarðefnaeldsneytis.Vísir/Getty Til margs að vinna að breyta mataræðinu Þannig sé það hið besta mál ef sem flestir kjósi að að gerast vegan eða grænmetisæta. En vandamálið sé stærra en það að það sé stóra lausnin við loftslagsmálum. „Jafn vel þó að við myndum breyta mataræðinu alveg þá er samt sem áður 85-90 prósent eftir að kökunni sem við þurfum að skera niður. Það er til margs að vinna með að breyta mataræðinu. Það er heilsusamlegt og fer vel með náttúruna þannig að ég tala algjörlega fyrir því. Ég held við séum flest öll alveg sammála. Ég vil bara halda staðreyndunum til haga og að það sé vísað í traustar heimildir.“ Losun vegna kjötframleiðslu er vandamál en alls ekki stærsta vandamálið eins og sjá má. Að borða minna kjöt hjálpar svo sannarlega en er langt frá því að vera stóra lausnin. Er annars með glæru um þetta í fyrirlestrunum og sýni þar kolefnisspor mismunandi matvæla. pic.twitter.com/CHX7WoqBDO— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) January 4, 2020 Það sé þó mikilvægt að gera ekki lítið úr framlagi einstaklinga til að stemma stigu við loftslagsbreytingar. „Það má ekki gera lítið úr persónulega framlagi en það er samt lykilatriði að halda staðreyndunum á hreinu og hafa það í huga að þótt að það sé góður vilji á bak við þá verður maður að berjast fyrir breytingum á stærri stöðum sem skila á endanum breytingum sem við þurfum að gera,“ segir Sævar Helgi. „Ef að við ætlum að halda áfram að framleiða hlutina okkar og raforkuna og matinn okkar eins og við höfum gert þá breytist þetta ekki neitt. Jafnvel þó að stór hluti eða einhver hluti jarðarbúa gerist vegan, grænmetisætur eða hvað annað.“
Loftslagsmál Neytendur Umhverfismál Vegan Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira