Eva Björk Ben fetar í fótspor bróður síns Gumma Stefán Árni Pálsson skrifar 8. janúar 2020 14:30 Eva hóf störf á íþróttadeild RÚV í gær. vísir „Mér líst bara mjög vel á þetta annars hefði ég ekki leitast eftir því að fara út í þetta,“ segir Eva Björk Benediktsdóttir sem hefur verið ráðin sem íþróttafréttakona á RÚV. Hún mun leysa af þær Eddu Sif Pálsdóttur og Kristjönu Arnarsdóttur en Edda fer í fæðingarorlof og Kristjana ætlar að taka sér leyfi eins og Vísir greindi frá í lok síðasta árs. „Ég var bara að byrja í gær og er svona enn að læra inn á þetta. Það er gott vera ekkert að færa sig úr húsi úr fréttunum. Maður er með ágætis grunn í þetta starf og þetta er ótrúlega spennandi tækifæri,“ segir Eva sem var fréttamaður RÚV á Norðurlandi árið 2018 og færði sig í borgina þar sem hún hefur verið á fréttastofunni frá því í apríl á síðasta ári. „Ég var sjálf lengi í fótbolta og lék með Þór/KA í meistaraflokki þar til að ég meiddist. Ég fékk brjósklos í baki þegar ég var tvítug sem hefur verið að stríða mér síðan 2011,“ segir Eva sem varð að leggja skóna á hilluna snemma á ferlinum. Eva var mjög efnilega knattspyrnukona á sínum tíma. Gummi Ben er eldri bróðir Evu Bjarkar. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á boltaíþróttum og það er mikill boltaáhugi í minni fjölskyldu og ég hef alltaf fylgst mikið með.“ Eva Björk er systir Guðmundar Benediktssonar sem hefur í áraraðir verið einn vinsælasti íþróttalýsandi landsins og er í raun orðinn að þjóðareign. „Hann hefur ekki gefið mér nein sérstök ráð og ég býst nú ekki við því, en maður hefur fylgst vel með honum í gegnum tíðina. Það er örugglega eitthvað hægt að læra af honum ef maður leggur sig fram við það,“ segir Eva á léttu nótunum. Fjölmiðlar Vistaskipti Tengdar fréttir Kristjana og Haraldur halda á vit ævintýranna í Barcelona Kristjana Arnarsdóttir ætlar að taka sér frí frá RÚV og flytja til Spánar með kærasta sínum, Haraldi Franklín. 20. nóvember 2019 08:30 Edda Sif og Vilhjálmur eiga von á dreng Sjónvarpskonan Edda Sif Pálsdóttir og Vilhjálmur Siggeirsson eiga von á barni en Edda er gengin sex mánuði á leið. 5. nóvember 2019 10:30 Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Fleiri fréttir Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Sjá meira
„Mér líst bara mjög vel á þetta annars hefði ég ekki leitast eftir því að fara út í þetta,“ segir Eva Björk Benediktsdóttir sem hefur verið ráðin sem íþróttafréttakona á RÚV. Hún mun leysa af þær Eddu Sif Pálsdóttur og Kristjönu Arnarsdóttur en Edda fer í fæðingarorlof og Kristjana ætlar að taka sér leyfi eins og Vísir greindi frá í lok síðasta árs. „Ég var bara að byrja í gær og er svona enn að læra inn á þetta. Það er gott vera ekkert að færa sig úr húsi úr fréttunum. Maður er með ágætis grunn í þetta starf og þetta er ótrúlega spennandi tækifæri,“ segir Eva sem var fréttamaður RÚV á Norðurlandi árið 2018 og færði sig í borgina þar sem hún hefur verið á fréttastofunni frá því í apríl á síðasta ári. „Ég var sjálf lengi í fótbolta og lék með Þór/KA í meistaraflokki þar til að ég meiddist. Ég fékk brjósklos í baki þegar ég var tvítug sem hefur verið að stríða mér síðan 2011,“ segir Eva sem varð að leggja skóna á hilluna snemma á ferlinum. Eva var mjög efnilega knattspyrnukona á sínum tíma. Gummi Ben er eldri bróðir Evu Bjarkar. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á boltaíþróttum og það er mikill boltaáhugi í minni fjölskyldu og ég hef alltaf fylgst mikið með.“ Eva Björk er systir Guðmundar Benediktssonar sem hefur í áraraðir verið einn vinsælasti íþróttalýsandi landsins og er í raun orðinn að þjóðareign. „Hann hefur ekki gefið mér nein sérstök ráð og ég býst nú ekki við því, en maður hefur fylgst vel með honum í gegnum tíðina. Það er örugglega eitthvað hægt að læra af honum ef maður leggur sig fram við það,“ segir Eva á léttu nótunum.
Fjölmiðlar Vistaskipti Tengdar fréttir Kristjana og Haraldur halda á vit ævintýranna í Barcelona Kristjana Arnarsdóttir ætlar að taka sér frí frá RÚV og flytja til Spánar með kærasta sínum, Haraldi Franklín. 20. nóvember 2019 08:30 Edda Sif og Vilhjálmur eiga von á dreng Sjónvarpskonan Edda Sif Pálsdóttir og Vilhjálmur Siggeirsson eiga von á barni en Edda er gengin sex mánuði á leið. 5. nóvember 2019 10:30 Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Fleiri fréttir Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Sjá meira
Kristjana og Haraldur halda á vit ævintýranna í Barcelona Kristjana Arnarsdóttir ætlar að taka sér frí frá RÚV og flytja til Spánar með kærasta sínum, Haraldi Franklín. 20. nóvember 2019 08:30
Edda Sif og Vilhjálmur eiga von á dreng Sjónvarpskonan Edda Sif Pálsdóttir og Vilhjálmur Siggeirsson eiga von á barni en Edda er gengin sex mánuði á leið. 5. nóvember 2019 10:30