Flug liggur niðri og vegum víða lokað Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. janúar 2020 08:56 Engar flugvélar hafa farið um Reykjavíkurflugvöll í morgun. Vísir/Vilhelm Nær allt flug liggur nú niðri á landinu, bæði innanlands- og millilandaflug, vegna veðurs. Vetrarfærð er á mestöllu landinu og víða hefur vegum verið lokað. Gular og appelsínugular viðvaranir eru í gildi víða á landinu í dag.Sjá einnig: Lægðaganginum „hvergi nærri lokið“ Á vef Isavia kemur fram að Icelandair hafi aflýst nær öllu flugi sínu til og frá Keflavíkur í morgun vegna veður. Þá hefur flugferðum annarra flugfélaga sem fara áttu um flugvöllinn fyrir hádegi verið seinkað þar til síðdegis. Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia segir í samtali við fréttastofu að sex vélar Icelandair, fimm frá Bandaríkjunum og ein frá Kanada, hafi þó náð að lenda á vellinum um sjöleytið í morgun þegar opnaðist gluggi í veðrinu. Farþegum var ýmist komið frá borði með landgöngum eða stigabílum. Áætlað er að flugvélar Icelandair, sem áttu að taka á loft í morgun, fari af stað um klukkan 11:30 og vélar byrja jafnframt að lenda á vellinum um svipað leyti. Fylgjast má með áætlun flugfélaganna á Keflavíkurflugvelli á vef Isavia. Þá hefur öllu flugi Air Iceland Connect til og frá Reykjavíkurflugvelli verið frestað í morgun og flugferðum til og frá Ísafirði aflýst. Veður verður einna verst á Vestfjörðum í dag. Á vef flugfélagsins segir að næstu upplýsinga um flugferðir sé að vænta klukkan 12:30. Víða ýmist ófært eða lokað Vetrarfærð er um mest allt land og sumstaðar vonskuveður. Vegir eru víða ýmist ófærir eða lokaðir. Á Hellisheiði, Reykjanesbraut og í Þrengslum er hálka og éljagangur en vegirnir eru þó enn opnir. Þá eru flestar leiðir ófærar eða þungfærar á Snæfellsnesi. Lokað er um Brattabrekku og Holtavörðuheiði. Á Vestfjörðum er einnig ófært víða en lokað er um Súgandafjörð, Mikladal, Hálfdán og Súðavíkurhlíð. Þá er lokað um Vatnsskarð, Þverárfjall, Siglufjarðarveg, Öxnadalsheiði og Ólafsfjarðarmúla. Fréttin hefur verið uppfærð. Fréttir af flugi Samgöngur Veður Tengdar fréttir Lægðaganginum „hvergi nærri lokið“ Í dag geisar suðvestanstormur eða -rok, jafnvel ofsaveður, á heiðum Vestfjarða með éljagangi á vestanverðu landinu. 9. janúar 2020 06:30 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Nær allt flug liggur nú niðri á landinu, bæði innanlands- og millilandaflug, vegna veðurs. Vetrarfærð er á mestöllu landinu og víða hefur vegum verið lokað. Gular og appelsínugular viðvaranir eru í gildi víða á landinu í dag.Sjá einnig: Lægðaganginum „hvergi nærri lokið“ Á vef Isavia kemur fram að Icelandair hafi aflýst nær öllu flugi sínu til og frá Keflavíkur í morgun vegna veður. Þá hefur flugferðum annarra flugfélaga sem fara áttu um flugvöllinn fyrir hádegi verið seinkað þar til síðdegis. Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia segir í samtali við fréttastofu að sex vélar Icelandair, fimm frá Bandaríkjunum og ein frá Kanada, hafi þó náð að lenda á vellinum um sjöleytið í morgun þegar opnaðist gluggi í veðrinu. Farþegum var ýmist komið frá borði með landgöngum eða stigabílum. Áætlað er að flugvélar Icelandair, sem áttu að taka á loft í morgun, fari af stað um klukkan 11:30 og vélar byrja jafnframt að lenda á vellinum um svipað leyti. Fylgjast má með áætlun flugfélaganna á Keflavíkurflugvelli á vef Isavia. Þá hefur öllu flugi Air Iceland Connect til og frá Reykjavíkurflugvelli verið frestað í morgun og flugferðum til og frá Ísafirði aflýst. Veður verður einna verst á Vestfjörðum í dag. Á vef flugfélagsins segir að næstu upplýsinga um flugferðir sé að vænta klukkan 12:30. Víða ýmist ófært eða lokað Vetrarfærð er um mest allt land og sumstaðar vonskuveður. Vegir eru víða ýmist ófærir eða lokaðir. Á Hellisheiði, Reykjanesbraut og í Þrengslum er hálka og éljagangur en vegirnir eru þó enn opnir. Þá eru flestar leiðir ófærar eða þungfærar á Snæfellsnesi. Lokað er um Brattabrekku og Holtavörðuheiði. Á Vestfjörðum er einnig ófært víða en lokað er um Súgandafjörð, Mikladal, Hálfdán og Súðavíkurhlíð. Þá er lokað um Vatnsskarð, Þverárfjall, Siglufjarðarveg, Öxnadalsheiði og Ólafsfjarðarmúla. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fréttir af flugi Samgöngur Veður Tengdar fréttir Lægðaganginum „hvergi nærri lokið“ Í dag geisar suðvestanstormur eða -rok, jafnvel ofsaveður, á heiðum Vestfjarða með éljagangi á vestanverðu landinu. 9. janúar 2020 06:30 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Lægðaganginum „hvergi nærri lokið“ Í dag geisar suðvestanstormur eða -rok, jafnvel ofsaveður, á heiðum Vestfjarða með éljagangi á vestanverðu landinu. 9. janúar 2020 06:30