Innlent

Segir koma vel til greina að hækka skimunargjaldið

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm

Nýjar sóttvarnarreglur tóku gildi í dag. Helstu breytingar nú eru að í framhalds- og háskólum verður heimilt að hafa einn metra á milli einstaklinga án þess að grímur séu notaðar og þá verða þrátt fyrir tveggja metra regluna, snertingar heimilar á milli íþróttafólks á æfingum og í keppnum.

Þá hafa reglur um notkun andlitsgrímu verið skýrðar. Þær skal nota við aðstæður þar sem eðli starfsseminnar krefst meiri nálægðar milli einstaklinga en tveggja metra, og í almenningssamgöngum þar sem ferð varir í þrjátíu mínútur eða lengur.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.

Ferðamenn sem koma til landsins þurfa nú að greiða níu þúsund krónur fyrir skimun á landamærum ef þeir ef borga fyrirfram en ellefu þúsund krónur ef það er gert á landamærunum. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir koma til grein að hækka þetta gjald.

Við erum sífellt betur að átta okkur á kostnaðinum vegna skimunar á landamærunum og höfum verið að gera breytingar til að láta þá sem valda kostnaðinum bera hann.  Það er til skoðunar að hækka skimunargjaldið og mér finnst það vel koma til greina,“ segir Bjarni Benediktsson. 

Ríkisstjórnin hittist nú í hádeginu vegna til að fara yfir tillögur sóttvarnarlæknis um skimun á landamærum en þær verða svo kynntar á blaðamannafundi í Safnahúsinu klukkan tvö í dag. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að áfram verði unnið eftir leiðbeiningum sóttvarnarlæknis.

„Við höfum fylgt ráðleggingum og metið alla kosti og galla og það munum við auðvitað gera,“ segir Áslaug. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×