Fótbolti

Til­kynntu um fram­lengingu Frederiks með víkinga­klappinu, lopa­peysu og hesti

Anton Ingi Leifsson skrifar
Frederik Schram á landsliðsæfingu í Rússlandi.
Frederik Schram á landsliðsæfingu í Rússlandi. vísir/vilhelm

Frederik Schram verður áfram í herbúðum danska úrvalsdeildarfélagsins Lyngby næstu tvö árin.

Þetta staðfesti félagið fyrr í vikunni en það var þó helst myndbandið sem var sýnt þegar tilkynnt var um framlenginguna, sem vakti mikla athygli.

Frederik gekk í raðir Lyngby í ágúst á síðasta ári. Fyrst kom hann að láni fráni SönderjyskE í hálft ár áður en hann samdi svo út tímabilið við Lyngby.

Nú hefur hann framlengt samning sinn um tvö ár en Frederik lék einungis einn leik í dönsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Hann var varamarkvörður fyrir hinn 36 ára gamla Thomas Mikkelsen.

Það er íslenskt þema í myndbandinu sem var sýnt á samfélagsmiðlum Lyngby er tilkynnt var um framlengingu Frederiks en þar kemur víkingaklappið, hestar og lopapeysa m.a. við sögu.

„Ég er með draum um að komast aftur í íslenska landsliðið og það krefst þess að ég spili leiki,“ sagði Frederik í samtali við heimasíðu Lyngby.

Frederik hefur einnig leikið með FC Roskilde í Danmörku en hann var í hópnum sem fór fyrir Íslands hönd á HM í Rússlandi árið 2018.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.