Fótbolti

Ingibjörg tryggði Vålerenga sigur með marki á lokamínútunni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ingibjörg hefur skorað tvö mörk í sjö deildarleikjum með Vålerenga.
Ingibjörg hefur skorað tvö mörk í sjö deildarleikjum með Vålerenga. vísir/bára

Ingibjörg Sigurðardóttir var hetja Vålerenga í 1-2 sigri á Røa í norsku úrvalsdeildinni í dag. Hún skoraði sigurmark Vålerenga á lokamínútunni.

Með sigrinum komst Vålerenga upp í 2. sæti deildarinnar. Liðið er með sextán stig, jafnmörg og topplið Lillestrøm sem á leik til góða.

Røa var 1-0 yfir í hálfleik þökk sé marki Linns Huseby úr vítaspyrnu á 22. mínútu. Rikke Madsen jafnaði fyrir Vålerenga á 52. mínútu.

Á lokamínútu leiksins skoraði Ingibjörg svo sigurmark gestanna. Þetta var annað mark hennar á tímabilinu.

Ingibjörg kom til Vålerenga frá sænska liðinu Djurgården fyrir þetta tímabil. Hún hefur leikið erlendis frá 2018.

Næsti leikur Vålerenga er gegn Rosenborg á sunnudaginn. Vålerenga hefur unnið síðustu þrjá leiki sína í norsku deildinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.