Fótbolti

Dómari óttast að verða myrtur á vellinum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. vísir/getty

Dómari, sem dæmdi æfingaleik í Lundúnum á dögunum, óttast að einn daginn verði hann eða einhver kollegi hans myrtur á fótboltavellinum.

Satyam Toki er 28 ára gamall dómari sem dæmdi æfingaleik í Englandi á dögunum og hann var laminn þrisvar í andlitið eftir að hann rak einn leikmanninn útaf.

Hinn 28 ára gamli Toki segir að hann hafi verið heppinn að blindast ekki á öðru auganu en hann var fluttur á sjúkrahús eftir atvikið sem nú er komið til lögreglu.

Toki sagði í samtali við Daily Mail að hann ætli að kæra árásarmanninn, sem er ný útskrifaður kennari, því „næst gæti hann mögulega tekið með sér hníf og myrt dómara á vellinum.“

Félag dómara á Englandi hefur sent frá sér stuðningsyfirlýsingu við Toki og sagt að það styttist í að dómari deyi ef ekki verði gripið til harkalegri aðgerða gagnvart árásum á dómara.

„Ég hef verið að dæma í sex ár en ég er hræddur að fara út og dæma aftur. Ég er enn í áfalli eftir atvikið,“ sagði Toki.

„Þjálfari heimaliðsins hringdi í lögregluna og einhver annar á sjúkrabíl. Sem betur fer voru þetta ekki alvarleg meiðsli en hann hefði auðveldlega getað endað í auganu og þá veit ég ekki hvað hefði gerst.“

„Fjölskyldan er áhyggjufull yfir heilsu minni og þau vilja ekki sjá mig dæma aftur. Nú mun ég hugsa mig tíu sinnum um hvort ég dæmi leik aftur.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.