Fótbolti

Einungis tveir leikmenn Juventus fá lægri laun en þjálfarinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Andrea Pirlo í sínum síðasta leik.
Andrea Pirlo í sínum síðasta leik. vísir/getty

Andrea Pirlo er á leið í sitt fyrsta þjálfarastarf en hann var ráðinn þjálfari ítölsku meistaranna í Juventus á dögunum.

Maurizio Sarri var rekinn úr starfi og Pirlo, sem hafði verið ráðinn þjálfari U23-ára liðs félagsins, var fenginn til þess að taka við félaginu.

Þegar litið er á launapakka Pirlo er ljóst að hann er að spara félaginu fullt af peningum því einungis þrír leikmenn í leikmannahópnum fá það sama eða minna en Pirlo.

Árslaun Pirlo hljóða upp á 1,6 milljónir punda en það eru einungis Merih Demiral [1,6], Gianluigi Buffon [1,3] og Carlo Pinsoglio [0,2] sem eru á sömu launum eða verri en Pirlo.

Á hinum endanum kemur ekki neinum á óvart hver sé launahæstur. Cristiano Ronaldo er talinn fá 28 milljónir punda á ári en næstur á eftir honum kemur Matthijs de Ligt með 7,2 milljónir punda.

Andrea Agnelli, forseti Juventus, mun væntanlega hækka launin hans Pirlo standi hann sig vel á sínu fyrsta ári en samningur hans er einungis til eins árs.


Tengdar fréttir

Pirlo ráðinn stjóri Juventus

Andrea Pirlo hefur verið ráðinn þjálfari Juventus en samningur hans gildir út næstu leiktíð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.