Svona er dularfulla draugahljóðið sem plagar Akureyringa Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. ágúst 2020 07:00 Undarlegt hljóð plagar suma íbúa Akureyrar. Vísir/Vilhelm Undarlegur sónn sem virðist hanga yfir ýmsum hverfum Akureyrar af og til árum saman hefur plagað marga að undanförnu. Íbúar Akureyrar velta fyrir sér uppruna hljóðsins en hér í fréttinni má heyra hljóðbrot með draugahljóðinu dularfulla. Hljóðið hefur skotið upp kollinum af og til en fjallað var um málið árið 2014 í Akureyri vikublaði, þar sem því var líkt við draugahljóð, og það sagt halda vöku fyrir Akureyringum. Umræða um hljóðið hefur vaknað að nýju eftir að Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, tónlistarstjóri Menningarfélags Akureyrar, skrifaði Facebook-færslu um málið á sunnudaginn, þar sem hann spurði hvort einhverjir könnuðust við sérkennilegt drónahljóð eða són yfir Akureyri. Ein af fréttum Akureyri vikublaðs um málið frá árinu 2014.Mynd/Tímarit.is Ekki stóð á svörunum og virðast fjölmargir núverandi og fyrrverandi íbúar Akureyrar kannast við hljóðið, allt aftur til 2002 ef marka má athugasemdir við færslur Þorvaldar Bjarna um málið. Líkt og kom fram í fréttum Akureyri vikublaðs frá árinu 2014 er uppruni hljóðsins þó óþekktur. Suma grunar að það eigi uppruna sinn úr Vaðlaheiðargöngum, aðrir telja það koma frá einhvers konar iðnaðarstarfsemi, og eru tilgáturnar orðnar ansi margar. Heyrist víða um Akureyri Þorvaldur Bjarni hefur nú birt hljóðbrot á Facebook-síðu sinni þar sem heyra má hljóðið undarlega. „Staðfest er að þetta heyrist á Oddeyrargötu, Bjarmastíg, Holtagötu, Þingvallarstræti, Helgamagrastræti, við HOF, Þórunnarstræti og fleiri stöðum,“ skrifar Þorvaldur Bjarni á sama tíma og hann útskýrir af hverju myndbrot úr Ávaxtakörfunni fylgi með hljóðinu. Í samtali við fréttastofu segir Þorvaldur að umrætt hljóð sé sannkallað draugahljóð, hann er þó ekki einn af þeim sem telja að Kári gamli orsaki hljóðið. „Þetta er svo stöðugt, ég held að þetta hljóti að vera einhvers konar tæki. Ég held að þetta sé ekki vindur, þetta er mest þegar það er alveg blankalogn, þá heyrir maður þetta mjög vel.“ „Þegar maður er að gera „scary“ tónlist þá gerir maður svona hljóð“ Þorvaldur Bjarni er auðvitað landsþekktur tónlistarmaður og kannast því vel við hljóð, í hvaða mynd sem þau koma. „Þetta er ferlega draugalegt hljóð, og leiðinlegt, það sveigist á milli G og A og fer aðeins upp og aðeins niður. Það er það sem gerir það að verkum að þú ferð að hlusta á þetta. Þegar maður er að gera „scary“ tónlist þá gerir maður svona hljóð,“ segir Þorvaldur Bjarni. Þorvaldur Bjarni er vanur að vinna með hljóð.Vísir/Tryggvi Þorvaldur Bjarni er sem fyrr segir tónlistarstjóri Menningarfélags Akureyrar en Sinfonia Nord hefur staðið í ströngu að undanförnu við að taka upp kvikmyndatónlist fyrir stór erlend framleiðslufyrirtæki, og fjöldi fólks hefur komið til Akureyrar til þeirra starfa. „Maður er búinn að vera með gesti út af verkefnunum okkar og þeim finnst þetta ekki þægilegt. Þetta er ekki gott fyrir bæinn því þetta getur alveg eyðilagt upplifunina, að liggja á hótelherbergi í kyrrðinni og það er bara eitthvað draugahljóð í gangi. Ekki nema við gerum út á þetta og köllum þetta draugabæinn, segir Þorvaldur Bjarni að lokum og hlær. Akureyri Tónlist Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
Undarlegur sónn sem virðist hanga yfir ýmsum hverfum Akureyrar af og til árum saman hefur plagað marga að undanförnu. Íbúar Akureyrar velta fyrir sér uppruna hljóðsins en hér í fréttinni má heyra hljóðbrot með draugahljóðinu dularfulla. Hljóðið hefur skotið upp kollinum af og til en fjallað var um málið árið 2014 í Akureyri vikublaði, þar sem því var líkt við draugahljóð, og það sagt halda vöku fyrir Akureyringum. Umræða um hljóðið hefur vaknað að nýju eftir að Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, tónlistarstjóri Menningarfélags Akureyrar, skrifaði Facebook-færslu um málið á sunnudaginn, þar sem hann spurði hvort einhverjir könnuðust við sérkennilegt drónahljóð eða són yfir Akureyri. Ein af fréttum Akureyri vikublaðs um málið frá árinu 2014.Mynd/Tímarit.is Ekki stóð á svörunum og virðast fjölmargir núverandi og fyrrverandi íbúar Akureyrar kannast við hljóðið, allt aftur til 2002 ef marka má athugasemdir við færslur Þorvaldar Bjarna um málið. Líkt og kom fram í fréttum Akureyri vikublaðs frá árinu 2014 er uppruni hljóðsins þó óþekktur. Suma grunar að það eigi uppruna sinn úr Vaðlaheiðargöngum, aðrir telja það koma frá einhvers konar iðnaðarstarfsemi, og eru tilgáturnar orðnar ansi margar. Heyrist víða um Akureyri Þorvaldur Bjarni hefur nú birt hljóðbrot á Facebook-síðu sinni þar sem heyra má hljóðið undarlega. „Staðfest er að þetta heyrist á Oddeyrargötu, Bjarmastíg, Holtagötu, Þingvallarstræti, Helgamagrastræti, við HOF, Þórunnarstræti og fleiri stöðum,“ skrifar Þorvaldur Bjarni á sama tíma og hann útskýrir af hverju myndbrot úr Ávaxtakörfunni fylgi með hljóðinu. Í samtali við fréttastofu segir Þorvaldur að umrætt hljóð sé sannkallað draugahljóð, hann er þó ekki einn af þeim sem telja að Kári gamli orsaki hljóðið. „Þetta er svo stöðugt, ég held að þetta hljóti að vera einhvers konar tæki. Ég held að þetta sé ekki vindur, þetta er mest þegar það er alveg blankalogn, þá heyrir maður þetta mjög vel.“ „Þegar maður er að gera „scary“ tónlist þá gerir maður svona hljóð“ Þorvaldur Bjarni er auðvitað landsþekktur tónlistarmaður og kannast því vel við hljóð, í hvaða mynd sem þau koma. „Þetta er ferlega draugalegt hljóð, og leiðinlegt, það sveigist á milli G og A og fer aðeins upp og aðeins niður. Það er það sem gerir það að verkum að þú ferð að hlusta á þetta. Þegar maður er að gera „scary“ tónlist þá gerir maður svona hljóð,“ segir Þorvaldur Bjarni. Þorvaldur Bjarni er vanur að vinna með hljóð.Vísir/Tryggvi Þorvaldur Bjarni er sem fyrr segir tónlistarstjóri Menningarfélags Akureyrar en Sinfonia Nord hefur staðið í ströngu að undanförnu við að taka upp kvikmyndatónlist fyrir stór erlend framleiðslufyrirtæki, og fjöldi fólks hefur komið til Akureyrar til þeirra starfa. „Maður er búinn að vera með gesti út af verkefnunum okkar og þeim finnst þetta ekki þægilegt. Þetta er ekki gott fyrir bæinn því þetta getur alveg eyðilagt upplifunina, að liggja á hótelherbergi í kyrrðinni og það er bara eitthvað draugahljóð í gangi. Ekki nema við gerum út á þetta og köllum þetta draugabæinn, segir Þorvaldur Bjarni að lokum og hlær.
Akureyri Tónlist Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira