Kamala Harris varaforsetaefni Biden Samúel Karl Ólason skrifar 11. ágúst 2020 20:22 Öldungadeildarþingmaðurinn Kamala Harris. AP/Bryan Anderson Joe Biden, væntanlegur forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, hefur valið Kamala Harris sem varaforsetaefni sitt. Harris er 55 ára öldungadeildarþingmaður frá Kaliforníu og bauð hún sig fram í forvali Demókrataflokksins fyrir kosningarnar. Hún verður fyrsta þeldökka konan í framboði í forsetakosningum í Bandaríkjunum en foreldrar hennar eru frá Jamaíka og Indlandi. .@JoeBiden can unify the American people because he's spent his life fighting for us. And as president, he'll build an America that lives up to our ideals.I'm honored to join him as our party's nominee for Vice President, and do what it takes to make him our Commander-in-Chief.— Kamala Harris (@KamalaHarris) August 11, 2020 Harris starfaði á árum áður sem saksóknari í Kaliforníu og var hún gagnrýnd vegna þessa í forvali Demókrataflokksins. Sú staðreynd féll ekki í kramið hjá ungu framsæknu fólki og þeldökkum kjósendum flokksins, sem telja hana ekki samstíga þeim varðandi kerfisbundinn rasisma í réttarkerfi Bandaríkjanna. Biden hefur varið mörgum mánuðum í þessa ákvörðun en snemma í framboði sínu hét hann því að velja konu sem varaforsetaefni. Leitin náði til fjölmargra kvenna í Demókrataflokknum og má þar nefna öldungadeildarþingkonuna Elizabeth Warren, þingkonurnar Val Demings og Karen Bass, Susan Rice, sem var þjóðaröryggisráðgjafi Barack Obama, og Keisha Lance Bottoms, borgarstjóra Atlanta. Fjölmiðlar vestanhafs höfðu sagt frá því að Biden hefði reiðst Harris í kosningabaráttu þeirra en AP fréttaveitan segir að þau hafi lappað upp á samband þeirra en Harris var einnig vinkona sonar Biden, Beau. Back when Kamala was Attorney General, she worked closely with Beau. I watched as they took on the big banks, lifted up working people, and protected women and kids from abuse. I was proud then, and I'm proud now to have her as my partner in this campaign.— Joe Biden (@JoeBiden) August 11, 2020 Varaforseti Biden mun í raun hafa meiri líkur á því að verða forseti en margir aðrir varaforsetar. Vinni Biden gegn Donald Trump í nóvember verður hann 78 ára gamall þegar hann tekur við embættinu í janúar á næsta ári. Biden yrði elsti forsetinn í sögu Bandaríkjanna. Þar að auki hefur Biden ekki heitið því að bjóða sig fram til annars kjörtímabils, beri hann sigur úr býtum að þessu sinni. VP TIME with @KamalaHarris and @JoeBiden pic.twitter.com/44hLr4KrBK— Adam Schultz (@schultzinit) August 11, 2020 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Fleiri fréttir Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Sjá meira
Joe Biden, væntanlegur forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, hefur valið Kamala Harris sem varaforsetaefni sitt. Harris er 55 ára öldungadeildarþingmaður frá Kaliforníu og bauð hún sig fram í forvali Demókrataflokksins fyrir kosningarnar. Hún verður fyrsta þeldökka konan í framboði í forsetakosningum í Bandaríkjunum en foreldrar hennar eru frá Jamaíka og Indlandi. .@JoeBiden can unify the American people because he's spent his life fighting for us. And as president, he'll build an America that lives up to our ideals.I'm honored to join him as our party's nominee for Vice President, and do what it takes to make him our Commander-in-Chief.— Kamala Harris (@KamalaHarris) August 11, 2020 Harris starfaði á árum áður sem saksóknari í Kaliforníu og var hún gagnrýnd vegna þessa í forvali Demókrataflokksins. Sú staðreynd féll ekki í kramið hjá ungu framsæknu fólki og þeldökkum kjósendum flokksins, sem telja hana ekki samstíga þeim varðandi kerfisbundinn rasisma í réttarkerfi Bandaríkjanna. Biden hefur varið mörgum mánuðum í þessa ákvörðun en snemma í framboði sínu hét hann því að velja konu sem varaforsetaefni. Leitin náði til fjölmargra kvenna í Demókrataflokknum og má þar nefna öldungadeildarþingkonuna Elizabeth Warren, þingkonurnar Val Demings og Karen Bass, Susan Rice, sem var þjóðaröryggisráðgjafi Barack Obama, og Keisha Lance Bottoms, borgarstjóra Atlanta. Fjölmiðlar vestanhafs höfðu sagt frá því að Biden hefði reiðst Harris í kosningabaráttu þeirra en AP fréttaveitan segir að þau hafi lappað upp á samband þeirra en Harris var einnig vinkona sonar Biden, Beau. Back when Kamala was Attorney General, she worked closely with Beau. I watched as they took on the big banks, lifted up working people, and protected women and kids from abuse. I was proud then, and I'm proud now to have her as my partner in this campaign.— Joe Biden (@JoeBiden) August 11, 2020 Varaforseti Biden mun í raun hafa meiri líkur á því að verða forseti en margir aðrir varaforsetar. Vinni Biden gegn Donald Trump í nóvember verður hann 78 ára gamall þegar hann tekur við embættinu í janúar á næsta ári. Biden yrði elsti forsetinn í sögu Bandaríkjanna. Þar að auki hefur Biden ekki heitið því að bjóða sig fram til annars kjörtímabils, beri hann sigur úr býtum að þessu sinni. VP TIME with @KamalaHarris and @JoeBiden pic.twitter.com/44hLr4KrBK— Adam Schultz (@schultzinit) August 11, 2020
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Fleiri fréttir Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Sjá meira