Smituðum fjölgar áfram hratt í heiminum Samúel Karl Ólason skrifar 11. ágúst 2020 18:02 Heilbrigðisstarfsmenn að störfum á Indlandi. AP/Rafiq Maqbool Heildarfjöldi þeirra sem vitað er að smitast hafa af Covid-19 er kominn yfir 20 milljónir. Nánar tiltekið hafa 20.138.860 smitast, þegar þetta er skrifað og samkvæmt talningu Johns Hopkins háskólans. Minnst 737.520 hafa dáið. Af þeim sem vitað er að hafa smitast eru langflestir í Bandaríkjunum eða 5,1 milljón. Í Brasilíu hafa rúmlega þrjár milljónir smitast og 2,2 milljónir á Indlandi. Frá því heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19, hófst smituðust tíu milljónir á sex mánuðum. Frá því tók einungis sex vikur að ná í 20 milljónir. Samkvæmt AP fréttaveitunni telja sérfræðingar að raunverulegur fjöldi smitaðra sé mun hærri. Sérstaklega með tilliti til takmarkaðar skimunar víða um heim og þess að allt að 40 prósent smitaðra sýni ekki einkenni. Þá eru sömuleiðis vísbendingar um að raunverulegur fjöldi látinna gæti verið hærri en opinberar tölur segja til um. Ríki Evrópu virðast að mestu hafa náð tökum á faraldrinum en með tilslökunum á ferðatakmörkunum og smitvörnum tók smituðum að fjölga víða á nýjan leik. Jean Castex, nýr forsætisráðherra Frakklands, varaði við því í dag að mögulega yrði erfitt að stöðva útbreiðsluna sem á sér stað þar í landi um þessar mundir. Castex sagði almenning vera orðinn kærulausan og allir þyrftu að taka höndum saman. Í dag var tilkynnt að smituðum hefði fjölgað um 1.397 á milli daga, sem er tvöfalt fleiri en degi áður. Í heildina hafa 239.355 smitast, samkvæmt opinberum tölum, og 30.327 hafa dáið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Frakkland Bandaríkin Brasilía Indland Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Fleiri fréttir Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Sjá meira
Heildarfjöldi þeirra sem vitað er að smitast hafa af Covid-19 er kominn yfir 20 milljónir. Nánar tiltekið hafa 20.138.860 smitast, þegar þetta er skrifað og samkvæmt talningu Johns Hopkins háskólans. Minnst 737.520 hafa dáið. Af þeim sem vitað er að hafa smitast eru langflestir í Bandaríkjunum eða 5,1 milljón. Í Brasilíu hafa rúmlega þrjár milljónir smitast og 2,2 milljónir á Indlandi. Frá því heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19, hófst smituðust tíu milljónir á sex mánuðum. Frá því tók einungis sex vikur að ná í 20 milljónir. Samkvæmt AP fréttaveitunni telja sérfræðingar að raunverulegur fjöldi smitaðra sé mun hærri. Sérstaklega með tilliti til takmarkaðar skimunar víða um heim og þess að allt að 40 prósent smitaðra sýni ekki einkenni. Þá eru sömuleiðis vísbendingar um að raunverulegur fjöldi látinna gæti verið hærri en opinberar tölur segja til um. Ríki Evrópu virðast að mestu hafa náð tökum á faraldrinum en með tilslökunum á ferðatakmörkunum og smitvörnum tók smituðum að fjölga víða á nýjan leik. Jean Castex, nýr forsætisráðherra Frakklands, varaði við því í dag að mögulega yrði erfitt að stöðva útbreiðsluna sem á sér stað þar í landi um þessar mundir. Castex sagði almenning vera orðinn kærulausan og allir þyrftu að taka höndum saman. Í dag var tilkynnt að smituðum hefði fjölgað um 1.397 á milli daga, sem er tvöfalt fleiri en degi áður. Í heildina hafa 239.355 smitast, samkvæmt opinberum tölum, og 30.327 hafa dáið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Frakkland Bandaríkin Brasilía Indland Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Fleiri fréttir Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Sjá meira