Innlent

Úr­skurðaður í fjögurra vikna á­fram­haldandi gæslu­varð­hald

Atli Ísleifsson skrifar
8F6BBE3AB49E7AF889F0974F0836472933DD78850A13AB3C218A4D676D899E8E_713x0
Vísir/Vilhelm

Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag karlmann á sjötugsaldri í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald, eða til 8. september, að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á bruna á Bræðraborgarstíg í Reykjavík þann 25. júní síðastliðinn.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að gæsluvarðhaldið sé á grundvelli b. liðar 1. mgr. 95. gr. sml.

Þrír létust í brunanum á Bræðraborgarstíg. Maðurinn var handtekinn skömmu eftir að eldurinn kom upp og hefur verið í haldi lögreglu síðan þá. Bruninn er rannsakaður sem manndráp af ásetningi.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.