Innlent

„Bernsku­brek full­orðinna“ skýrir arnar­hvarf á Egils­stöðum

Atli Ísleifsson skrifar
Listamaður Arnarins er Grétar Reynisson. Örninn hefur staðið undanfarin þrjú ár við Fagradalsbraut á Egilsstöðum.
Listamaður Arnarins er Grétar Reynisson. Örninn hefur staðið undanfarin þrjú ár við Fagradalsbraut á Egilsstöðum. Fljótsdalshérað.

Tréörninn sem hvarf úr miðbæ Egilsstaða fyrr í mánuðinum er kominn í leitirnar.

Lögreglan á Austurlandi greinir frá þessu en verkið, sem ber heitið „Örninn“ var stolið að morgni 4. ágúst síðastliðinn.

Í tilkynningu segir að eftirgrennslan lögreglu hafi leitt í ljóst að erninum hafi verið „skilað“ þremur dögum síðar.

„Hann fannst þá við þjóðveg 1, við hringtorg á Kirkjubæjarklaustri. Hann er nú í vörslu lögreglunnar á Suðurlandi og bíður heimferðar. Skemmdir urðu við þjófnaðinn á stöpli er örninn sat á en verkið sjálft er talið óskemmt.

Líkur benda til að þarna hafi verið um bernskubrek fullorðinna að ræða. Málið er í rannsókn,“ segir í tilkynningu.

Örninn er 70 sentimetrar á hæð og 50 kíló á þyngd. Listamaður verksins er Grétar Reynisson og hefur örninn staðið undanfarin þrjú ár við Fagradalsbraut á Egilsstöðum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.