Innlent

Á­höfn TF-SIF kom auga á bát með tæpt tonn af hassi

Atli Ísleifsson skrifar
Frá aðgerðum í Miðjarðarhafi.
Frá aðgerðum í Miðjarðarhafi. Landhelgisgæslan

Spænska lögreglan handtók á dögunum fjóra og gerði 963 kíló af hassi upptæk eftir að áhöfn TF-SIF, flugvélar Landhelgisgæslunnar, kom auga á hraðbát með torkennilegan varning um borð við landamæraeftirlit á vestanverðu Miðjarðarhafi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni, en TF-SIF hefur undanfarnar vikur sinnt landamæraeftirliti í Miðjarðarhafi á vegum Frontex, Landamærastofnunar Evrópu.

Í tilkynningunni segir að höfuðstöðvum spænsku lögreglunnar í Madrid hafi þá verið gert viðvart og á meðan fylgdi TF-SIF bátnum eftir inn á Gíbraltarsund í ríflega tvo tíma.

Landhelgisgæslan

„Þar mætti spænska lögreglan á hraðbát og handtók fjóra smyglara og gerði tæpt tonn af hassi upptækt.

Samkvæmt fréttatilkynningu spænsku lögreglunnar voru smyglararnir frá Marokkó, Belgíu og Frakklandi.

Áhöfnin á TF-SIF hefur frá júnímánuði haft aðsetur á Malaga á Spáni og sinnt landamæraeftirliti á Miðjarðarhafi á Frontex.“

Um borð í TF-SIF.Landhelgisgæslan

Ennfremur segir að áhöfnin hafi tekið þátt í 41 verkefni og „stuðlað að björgun 78 flóttamanna og komið upp um fjölmarga smyglara sem reynt hafa að flytja fíkniefni til meginlands Evrópu“.

TF-SIF lagði af stað til Íslands frá Spáni í dag og er væntanleg til landsins síðar í vikunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.