Stuðlagil ekki staður fyrir uppblásna einhyrninga Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. ágúst 2020 10:40 Áhrifavaldurin Helgi Jean Claessen renndi sér niður Stuðlagil á dögunum. Vísir/Vilhelm/Skjáskot/Helgi Jean Claessen „Þetta er ekki baðstaður og þetta er ekki sundstaður. Þarna eru miklir straumar og hluta ársins er þetta nú kolmórauð jökulsá,“ segir Jónas Guðmundsson hjá Landsbjörg spurður um álit á nýlegri ferð áhrifavaldsins Helga Jean Claessen um Stuðlagil á uppblásnum einhyrningi. Það vakti talsverða athygli þegar Helgi Jean birti myndband á Instagram-síðu hans þar sem sjá má hann dóla sér niður Jöklu á uppblásnum einhyrningi þar sem hún rennur um Stuðlagil, sem skyndilega er orðinn einn vinsælasti ferðamannastaður landsins. „Okkur líst ekkert á að við erum að sjá á samfélagsmiðlum svona hegðun,“ sagði Jónas sem ræddi bátsferð Helga í Reykjavík síðdegis í gær. Þar sagði hann að Landsbjörg hefði áhyggjur af því að aðrir taki upp á því að apa eftir áhrifavaldinum. „Þarna eru strengir þannig að þetta er alls ekki hættulaust. Við þekkjum það vel að svona myndbirtingar hvetur til álíka hegðunar. Það þarf ekki að rifja upp annað en Justin Bieber á flugvélaflaki á Sólheimasandi eða á klettanöf við Fjaðrárgljúfur. Allar myndirnar sem komu í kjölfarið á því.“ Á dögunum var fjallað um áhyggjur jarðfræðingsins Snorra Zóphóníassonar af því að fólk stingi sér til sunds í Stuðlagili, því að þar væri lúmsk hætta á ferð þrátt fyrir að áin liti út fyrir að vera lygn í gilinu. Stuðlagil er hér.Grafík/Tótla „Nokkur brögð eru að því að fólk leggist til sunds í hyl í Stuðlagili og gorti af. Þetta er hættulegt. Út úr hylnum fellur áin í streng sem enginn getur synt á móti. Hættan er lúmsk ekki þarf annað en lenda út í að því er virðist sakleysislegan stað þar sem straumurinn er að auka hraðann. Skemmst er að minnast banaslyss sem varð í Bleiksárgljúfri í Fljótshlíð þegar tvær konur fóru út í lygnan hyl og hrifust með útfallinu. Fæst fólk er læst á straumlag í ám,“ skrifaði Snorri. Jónas virðist taka undir áhyggjur Snorra, þó að þeir sem hafi reynsli og þekkingu til geti stungið sér til sunds víða utan viðurkenndra bað- og sundstaða þurfi að velja sér stað og stund. „Auðvitað er ekkert að því að synda í vötnum og sjó hafi menn reynslu og þekkingu þar sem það er hægt. Þetta er kannski ekki staður til þess.“ Ferðamennska á Íslandi Samfélagsmiðlar Umhverfismál Fljótsdalshérað Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
„Þetta er ekki baðstaður og þetta er ekki sundstaður. Þarna eru miklir straumar og hluta ársins er þetta nú kolmórauð jökulsá,“ segir Jónas Guðmundsson hjá Landsbjörg spurður um álit á nýlegri ferð áhrifavaldsins Helga Jean Claessen um Stuðlagil á uppblásnum einhyrningi. Það vakti talsverða athygli þegar Helgi Jean birti myndband á Instagram-síðu hans þar sem sjá má hann dóla sér niður Jöklu á uppblásnum einhyrningi þar sem hún rennur um Stuðlagil, sem skyndilega er orðinn einn vinsælasti ferðamannastaður landsins. „Okkur líst ekkert á að við erum að sjá á samfélagsmiðlum svona hegðun,“ sagði Jónas sem ræddi bátsferð Helga í Reykjavík síðdegis í gær. Þar sagði hann að Landsbjörg hefði áhyggjur af því að aðrir taki upp á því að apa eftir áhrifavaldinum. „Þarna eru strengir þannig að þetta er alls ekki hættulaust. Við þekkjum það vel að svona myndbirtingar hvetur til álíka hegðunar. Það þarf ekki að rifja upp annað en Justin Bieber á flugvélaflaki á Sólheimasandi eða á klettanöf við Fjaðrárgljúfur. Allar myndirnar sem komu í kjölfarið á því.“ Á dögunum var fjallað um áhyggjur jarðfræðingsins Snorra Zóphóníassonar af því að fólk stingi sér til sunds í Stuðlagili, því að þar væri lúmsk hætta á ferð þrátt fyrir að áin liti út fyrir að vera lygn í gilinu. Stuðlagil er hér.Grafík/Tótla „Nokkur brögð eru að því að fólk leggist til sunds í hyl í Stuðlagili og gorti af. Þetta er hættulegt. Út úr hylnum fellur áin í streng sem enginn getur synt á móti. Hættan er lúmsk ekki þarf annað en lenda út í að því er virðist sakleysislegan stað þar sem straumurinn er að auka hraðann. Skemmst er að minnast banaslyss sem varð í Bleiksárgljúfri í Fljótshlíð þegar tvær konur fóru út í lygnan hyl og hrifust með útfallinu. Fæst fólk er læst á straumlag í ám,“ skrifaði Snorri. Jónas virðist taka undir áhyggjur Snorra, þó að þeir sem hafi reynsli og þekkingu til geti stungið sér til sunds víða utan viðurkenndra bað- og sundstaða þurfi að velja sér stað og stund. „Auðvitað er ekkert að því að synda í vötnum og sjó hafi menn reynslu og þekkingu þar sem það er hægt. Þetta er kannski ekki staður til þess.“
Ferðamennska á Íslandi Samfélagsmiðlar Umhverfismál Fljótsdalshérað Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira