Nýbúinn að tapa fyrir United en þakkaði Solskjær fyrir allt sem hann hefur gert í Manchester Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. ágúst 2020 10:30 Zeca þakkar Ole Gunnar Solskjær fyrir leikinn og það sem Norðmaðurinn hefur gert fyrir uppáhaldslið fyrirliða FCK. Getty/Sascha Steinbach Zeca, fyrirliði FCK, átti athyglisvert samtal við knattspyrnustjóra Manchester United, strax eftir leik liðanna í Evrópudeildinni í gær þar sem Manchester United vann 1-0 í framlengingu og tryggði sér sæti í undanúrslitum Evrópudeildarinnar. Hvað gerir þú eftir naumt tap í leik sem hefði komið þér í undanúrslit í Evrópukeppni? Fáir ganga örugglega upp að stjóra mótherjanna og þakka honum fyrir það sem hann hafi gert fyrir liðið sem var að vinna þig. Hinn 31 árs gamli fyrirliði FC Kaupamannahafnarliðsins sá engu að síður ástæðu til að hrósa bæði knattspyrnustjóra og hetju Manchester United liðsins strax eftir leikinn í gær. Zeca (Copenhagen captain) to Solskjær: "Thank you very much for everything you have done in Manchester." #mulive [@DAZN_CA] pic.twitter.com/Q1Fryn462Q— utdreport (@utdreport) August 11, 2020 Manchester United skapaði sér fullt af færum á móti danska félaginu FC Kaupmannahöfn í gær en þurfti á endanum vítaspyrnu til að koma boltanum í netið. Markið skoraði að sjálfsögðu Portúgalinn Bruno Fernandes sem hefur gerbreytt þessu Manchester United liði síðan að hann kom til félagsins í janúarglugganum. Hann hefur nú komið að nítján mörkum (11 mörk og 8 stoðsendingar) í 21 leik fyrir Manchester United. Knattspyrnustjórinn Ole Gunnar Solskjær hefur hrósað sínum manni mikið og gerði það aftur í gær. Það vakti þó kannski meiri athygli hvernig fyrirliði Kaupmannahafnarliðsins talaði þegar hann stóð við hlið norska stjórans í leikslok. Zeca er kannski leikmaður og fyrirliði FCK en hann hefur ekkert falið í felur með það að hann heldur með Manchester United í enska boltanum. Það sást líka vel í leikslok. Zeca: 'Thank you very much for everything you have done in Manchester' Solskjaer: 'We re trying to get it back. He is helping, this boy is helping' Zeca: 'Yeah, this guy is amazing. He's amazing'You just love to see it https://t.co/xZn2zrapYr— GiveMeSport (@GiveMeSport) August 11, 2020 „Takk fyrir allt sem þú hefur gert í Manchester,“ sagði Zeca við Ole Gunnar Solskjær. „Við erum að reyna að komast til baka. Hann [Fernandes] er að hjálpa, þessi strákur hjálpar okkur,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. „Já þessi gæi er stórkostlegur. Hann er frábær,“ svaraði Zeca. Eins og staðan var á Manchester United liðinu fyrir komu Bruno Fernandes þá hefði liðið nær örugglega misst af Meistaradeildarsæti án hans. Mörkin hans og stoðsendingar hafa skipt sköpum í mörgum leikjum liðsins. Zeca er fæddur í Portúgal en fór til gríska félagsins Panathinaikos 23 ára gamall og eftir fimm ára í Grikklandi þá tók hann upp grískt ríkisfang. Zeca hefur spilað 19 landsleiki fyrir Grikki en sá fyrsti var árið 2017. Zeca kom til FC Kaupamannahafnarliðsins árið 2017 og er búin með þrjú tímabil með liðinu. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Sjá meira
Zeca, fyrirliði FCK, átti athyglisvert samtal við knattspyrnustjóra Manchester United, strax eftir leik liðanna í Evrópudeildinni í gær þar sem Manchester United vann 1-0 í framlengingu og tryggði sér sæti í undanúrslitum Evrópudeildarinnar. Hvað gerir þú eftir naumt tap í leik sem hefði komið þér í undanúrslit í Evrópukeppni? Fáir ganga örugglega upp að stjóra mótherjanna og þakka honum fyrir það sem hann hafi gert fyrir liðið sem var að vinna þig. Hinn 31 árs gamli fyrirliði FC Kaupamannahafnarliðsins sá engu að síður ástæðu til að hrósa bæði knattspyrnustjóra og hetju Manchester United liðsins strax eftir leikinn í gær. Zeca (Copenhagen captain) to Solskjær: "Thank you very much for everything you have done in Manchester." #mulive [@DAZN_CA] pic.twitter.com/Q1Fryn462Q— utdreport (@utdreport) August 11, 2020 Manchester United skapaði sér fullt af færum á móti danska félaginu FC Kaupmannahöfn í gær en þurfti á endanum vítaspyrnu til að koma boltanum í netið. Markið skoraði að sjálfsögðu Portúgalinn Bruno Fernandes sem hefur gerbreytt þessu Manchester United liði síðan að hann kom til félagsins í janúarglugganum. Hann hefur nú komið að nítján mörkum (11 mörk og 8 stoðsendingar) í 21 leik fyrir Manchester United. Knattspyrnustjórinn Ole Gunnar Solskjær hefur hrósað sínum manni mikið og gerði það aftur í gær. Það vakti þó kannski meiri athygli hvernig fyrirliði Kaupmannahafnarliðsins talaði þegar hann stóð við hlið norska stjórans í leikslok. Zeca er kannski leikmaður og fyrirliði FCK en hann hefur ekkert falið í felur með það að hann heldur með Manchester United í enska boltanum. Það sást líka vel í leikslok. Zeca: 'Thank you very much for everything you have done in Manchester' Solskjaer: 'We re trying to get it back. He is helping, this boy is helping' Zeca: 'Yeah, this guy is amazing. He's amazing'You just love to see it https://t.co/xZn2zrapYr— GiveMeSport (@GiveMeSport) August 11, 2020 „Takk fyrir allt sem þú hefur gert í Manchester,“ sagði Zeca við Ole Gunnar Solskjær. „Við erum að reyna að komast til baka. Hann [Fernandes] er að hjálpa, þessi strákur hjálpar okkur,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. „Já þessi gæi er stórkostlegur. Hann er frábær,“ svaraði Zeca. Eins og staðan var á Manchester United liðinu fyrir komu Bruno Fernandes þá hefði liðið nær örugglega misst af Meistaradeildarsæti án hans. Mörkin hans og stoðsendingar hafa skipt sköpum í mörgum leikjum liðsins. Zeca er fæddur í Portúgal en fór til gríska félagsins Panathinaikos 23 ára gamall og eftir fimm ára í Grikklandi þá tók hann upp grískt ríkisfang. Zeca hefur spilað 19 landsleiki fyrir Grikki en sá fyrsti var árið 2017. Zeca kom til FC Kaupamannahafnarliðsins árið 2017 og er búin með þrjú tímabil með liðinu.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Sjá meira