Nýbúinn að tapa fyrir United en þakkaði Solskjær fyrir allt sem hann hefur gert í Manchester Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. ágúst 2020 10:30 Zeca þakkar Ole Gunnar Solskjær fyrir leikinn og það sem Norðmaðurinn hefur gert fyrir uppáhaldslið fyrirliða FCK. Getty/Sascha Steinbach Zeca, fyrirliði FCK, átti athyglisvert samtal við knattspyrnustjóra Manchester United, strax eftir leik liðanna í Evrópudeildinni í gær þar sem Manchester United vann 1-0 í framlengingu og tryggði sér sæti í undanúrslitum Evrópudeildarinnar. Hvað gerir þú eftir naumt tap í leik sem hefði komið þér í undanúrslit í Evrópukeppni? Fáir ganga örugglega upp að stjóra mótherjanna og þakka honum fyrir það sem hann hafi gert fyrir liðið sem var að vinna þig. Hinn 31 árs gamli fyrirliði FC Kaupamannahafnarliðsins sá engu að síður ástæðu til að hrósa bæði knattspyrnustjóra og hetju Manchester United liðsins strax eftir leikinn í gær. Zeca (Copenhagen captain) to Solskjær: "Thank you very much for everything you have done in Manchester." #mulive [@DAZN_CA] pic.twitter.com/Q1Fryn462Q— utdreport (@utdreport) August 11, 2020 Manchester United skapaði sér fullt af færum á móti danska félaginu FC Kaupmannahöfn í gær en þurfti á endanum vítaspyrnu til að koma boltanum í netið. Markið skoraði að sjálfsögðu Portúgalinn Bruno Fernandes sem hefur gerbreytt þessu Manchester United liði síðan að hann kom til félagsins í janúarglugganum. Hann hefur nú komið að nítján mörkum (11 mörk og 8 stoðsendingar) í 21 leik fyrir Manchester United. Knattspyrnustjórinn Ole Gunnar Solskjær hefur hrósað sínum manni mikið og gerði það aftur í gær. Það vakti þó kannski meiri athygli hvernig fyrirliði Kaupmannahafnarliðsins talaði þegar hann stóð við hlið norska stjórans í leikslok. Zeca er kannski leikmaður og fyrirliði FCK en hann hefur ekkert falið í felur með það að hann heldur með Manchester United í enska boltanum. Það sást líka vel í leikslok. Zeca: 'Thank you very much for everything you have done in Manchester' Solskjaer: 'We re trying to get it back. He is helping, this boy is helping' Zeca: 'Yeah, this guy is amazing. He's amazing'You just love to see it https://t.co/xZn2zrapYr— GiveMeSport (@GiveMeSport) August 11, 2020 „Takk fyrir allt sem þú hefur gert í Manchester,“ sagði Zeca við Ole Gunnar Solskjær. „Við erum að reyna að komast til baka. Hann [Fernandes] er að hjálpa, þessi strákur hjálpar okkur,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. „Já þessi gæi er stórkostlegur. Hann er frábær,“ svaraði Zeca. Eins og staðan var á Manchester United liðinu fyrir komu Bruno Fernandes þá hefði liðið nær örugglega misst af Meistaradeildarsæti án hans. Mörkin hans og stoðsendingar hafa skipt sköpum í mörgum leikjum liðsins. Zeca er fæddur í Portúgal en fór til gríska félagsins Panathinaikos 23 ára gamall og eftir fimm ára í Grikklandi þá tók hann upp grískt ríkisfang. Zeca hefur spilað 19 landsleiki fyrir Grikki en sá fyrsti var árið 2017. Zeca kom til FC Kaupamannahafnarliðsins árið 2017 og er búin með þrjú tímabil með liðinu. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Keegan með krabbamein Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Sjá meira
Zeca, fyrirliði FCK, átti athyglisvert samtal við knattspyrnustjóra Manchester United, strax eftir leik liðanna í Evrópudeildinni í gær þar sem Manchester United vann 1-0 í framlengingu og tryggði sér sæti í undanúrslitum Evrópudeildarinnar. Hvað gerir þú eftir naumt tap í leik sem hefði komið þér í undanúrslit í Evrópukeppni? Fáir ganga örugglega upp að stjóra mótherjanna og þakka honum fyrir það sem hann hafi gert fyrir liðið sem var að vinna þig. Hinn 31 árs gamli fyrirliði FC Kaupamannahafnarliðsins sá engu að síður ástæðu til að hrósa bæði knattspyrnustjóra og hetju Manchester United liðsins strax eftir leikinn í gær. Zeca (Copenhagen captain) to Solskjær: "Thank you very much for everything you have done in Manchester." #mulive [@DAZN_CA] pic.twitter.com/Q1Fryn462Q— utdreport (@utdreport) August 11, 2020 Manchester United skapaði sér fullt af færum á móti danska félaginu FC Kaupmannahöfn í gær en þurfti á endanum vítaspyrnu til að koma boltanum í netið. Markið skoraði að sjálfsögðu Portúgalinn Bruno Fernandes sem hefur gerbreytt þessu Manchester United liði síðan að hann kom til félagsins í janúarglugganum. Hann hefur nú komið að nítján mörkum (11 mörk og 8 stoðsendingar) í 21 leik fyrir Manchester United. Knattspyrnustjórinn Ole Gunnar Solskjær hefur hrósað sínum manni mikið og gerði það aftur í gær. Það vakti þó kannski meiri athygli hvernig fyrirliði Kaupmannahafnarliðsins talaði þegar hann stóð við hlið norska stjórans í leikslok. Zeca er kannski leikmaður og fyrirliði FCK en hann hefur ekkert falið í felur með það að hann heldur með Manchester United í enska boltanum. Það sást líka vel í leikslok. Zeca: 'Thank you very much for everything you have done in Manchester' Solskjaer: 'We re trying to get it back. He is helping, this boy is helping' Zeca: 'Yeah, this guy is amazing. He's amazing'You just love to see it https://t.co/xZn2zrapYr— GiveMeSport (@GiveMeSport) August 11, 2020 „Takk fyrir allt sem þú hefur gert í Manchester,“ sagði Zeca við Ole Gunnar Solskjær. „Við erum að reyna að komast til baka. Hann [Fernandes] er að hjálpa, þessi strákur hjálpar okkur,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. „Já þessi gæi er stórkostlegur. Hann er frábær,“ svaraði Zeca. Eins og staðan var á Manchester United liðinu fyrir komu Bruno Fernandes þá hefði liðið nær örugglega misst af Meistaradeildarsæti án hans. Mörkin hans og stoðsendingar hafa skipt sköpum í mörgum leikjum liðsins. Zeca er fæddur í Portúgal en fór til gríska félagsins Panathinaikos 23 ára gamall og eftir fimm ára í Grikklandi þá tók hann upp grískt ríkisfang. Zeca hefur spilað 19 landsleiki fyrir Grikki en sá fyrsti var árið 2017. Zeca kom til FC Kaupamannahafnarliðsins árið 2017 og er búin með þrjú tímabil með liðinu.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Keegan með krabbamein Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Sjá meira