Fótbolti

Man. United fékk 21. víta­spyrnuna á tíma­bilinu í gær

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bruno sparkar vítinu inn.
Bruno sparkar vítinu inn. vísir/getty

Manchester United er komið í undanúrslit Evrópudeildarinnar eftir 1-0 sigur á FCK í framlengdum leik í Köln í gær.

Fyrsta og eina mark leiksins skoraði Bruno Fernandes á 95. mínútu eftir að Andreas Bjelland braut á Anthony Martial.

Brotið var ekki gróft og Danirnir voru ósáttir með dóminn en þetta er ekki fyrsta vítið sem United fær í vetur.

Klippa: Man. Utd. 1-0 FCKUnited hefur fengið 21 vítaspyrnu í vetur í öllum keppnum og ekkert lið í öllum stærstu fimm deildunum hefur fengið fleiri vítaspyrnur.

Mikið hefur verið rætt og ritað um vítin sem United hefur fengið og blaðamaðurinn Duncan Alexander sló á létta strengi.


Tengdar fréttir

Sjáðu Redondo-tilþrif Rasmus Falk gegn United

Tilþrif sem Rasmus Falk sýndi í leik Manchester United og FC Kobenhavn minntu um margt á takta sem Fernando Redondo sýndi í sigri Real Madrid á United árið 2000.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.