Engin sérstök bjartsýni að reikna með bóluefni fyrir mitt næsta ár Birgir Olgeirsson skrifar 9. ágúst 2020 18:44 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur líkur á að bóluefni við kórónuveirunni verði komið í dreifingu fyrir mitt næsta ár. Orð Kára um að herða tökin á landamærum Íslands vegna baráttunnar við kórónuveirufaraldurinn hafa vakið mikla athygli. Kári sagði að íslenskir stjórnmálamenn stæðu frammi fyrir tveimur valkostum, að halda fyrirkomulaginu óbreyttu og berjast reglulega við hópsýkingar, eða herða tökin á landamærunum og takast á við hrun í ferðaþjónustunni. Annað væri ekki í boði fyrr en bóluefni kæmist á markað. „Ég hef verið að fylgjast með þeim vísindagreinum sem hafa verið birtar. Ég hef verið í töluvert miklum samskiptum við menn í nokkrum lyfjafyrirtækjum sem eru að vinna við að búa til bóluefni. Ég held að það sé engin sérstök bjartsýni að reikna með að það verði komið bóluefni í dreifingu fyrir mitt næsta ár,“ segir Kári. Kári stakk sjálfur upp á því í vor að ferðamönnum yrði hleypt til landsins gegn því að gangast undir skimun á landamærunum. Því fyrirkomulagi var komið á 15. júní en áður þurftu allir þeir sem komu til landsins að fara í sóttkví í fjórtán daga. „Nú erum við búin að reyna þessa skimun í einn og hálfan mánuð. Skimunin hefur gengið vel. Það hafa mjög fá smit borist inn í landið og flest þeirra hafa Íslendingar borið sem eru að koma aftur heim til sín,“ segir Kári. Tekist hefur að grípa þrjátíu og þrjá smitaða einstaklinga á landamærunum. Eitt afbrigði veirunnar slapp þó í gegnum landamæraskimunina. „Sem bendir til að þessi tiltekna veira hafi komið frá einni uppsprettu og búin að breiða sér út um allt,“ segir Kári. Hann segir þessa útbreiðslu hafa sett daglegt líf Íslendinga í uppnám. Nánast útilokað sé að skólahald í framhalds- og háskólum geti farið fram með eðlilegum hætti. „Þó landamæraskimunin hafi gengið vel í tæknilegri úrvinnslu, þá eru töluverðar líkur á að svona gerist,“ segir Kári. „Viljum við því halda þessu fyrirkomulagi áfram og takast á við hverja hópsýkinguna á fætur annarri þar til bóluefni kemur á markað, eða viljum við takast á við það áfall sem felst í því að kippa raunverulega fótunum undan ferðaþjónustunni,“ segir Kári. Hann segir þetta ákvörðun stjórnmálamanna en hann og sóttvarnalæknir hafa kallað eftir hagrænni úttekt á landamæraskimuninni til að geta tekið upplýsta ákvörðun um framhaldið, það er að segja; er það þess virði að halda henni áfram? „Það er alveg ljóst að við stöndum frammi fyrir ákvörðun,“ segir Kári en gangi spá hans eftir verður þetta ástand viðloðandi fram á mitt næsta ár, þegar bóluefni kemst í dreifingu. Kári segir að honum lítist afar vel á vinnu Oxford-háskólans í Bretlandi við þróun bóluefnis sem og bóluefnið sem fyrirtækið Pfizer vinnur að. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur líkur á að bóluefni við kórónuveirunni verði komið í dreifingu fyrir mitt næsta ár. Orð Kára um að herða tökin á landamærum Íslands vegna baráttunnar við kórónuveirufaraldurinn hafa vakið mikla athygli. Kári sagði að íslenskir stjórnmálamenn stæðu frammi fyrir tveimur valkostum, að halda fyrirkomulaginu óbreyttu og berjast reglulega við hópsýkingar, eða herða tökin á landamærunum og takast á við hrun í ferðaþjónustunni. Annað væri ekki í boði fyrr en bóluefni kæmist á markað. „Ég hef verið að fylgjast með þeim vísindagreinum sem hafa verið birtar. Ég hef verið í töluvert miklum samskiptum við menn í nokkrum lyfjafyrirtækjum sem eru að vinna við að búa til bóluefni. Ég held að það sé engin sérstök bjartsýni að reikna með að það verði komið bóluefni í dreifingu fyrir mitt næsta ár,“ segir Kári. Kári stakk sjálfur upp á því í vor að ferðamönnum yrði hleypt til landsins gegn því að gangast undir skimun á landamærunum. Því fyrirkomulagi var komið á 15. júní en áður þurftu allir þeir sem komu til landsins að fara í sóttkví í fjórtán daga. „Nú erum við búin að reyna þessa skimun í einn og hálfan mánuð. Skimunin hefur gengið vel. Það hafa mjög fá smit borist inn í landið og flest þeirra hafa Íslendingar borið sem eru að koma aftur heim til sín,“ segir Kári. Tekist hefur að grípa þrjátíu og þrjá smitaða einstaklinga á landamærunum. Eitt afbrigði veirunnar slapp þó í gegnum landamæraskimunina. „Sem bendir til að þessi tiltekna veira hafi komið frá einni uppsprettu og búin að breiða sér út um allt,“ segir Kári. Hann segir þessa útbreiðslu hafa sett daglegt líf Íslendinga í uppnám. Nánast útilokað sé að skólahald í framhalds- og háskólum geti farið fram með eðlilegum hætti. „Þó landamæraskimunin hafi gengið vel í tæknilegri úrvinnslu, þá eru töluverðar líkur á að svona gerist,“ segir Kári. „Viljum við því halda þessu fyrirkomulagi áfram og takast á við hverja hópsýkinguna á fætur annarri þar til bóluefni kemur á markað, eða viljum við takast á við það áfall sem felst í því að kippa raunverulega fótunum undan ferðaþjónustunni,“ segir Kári. Hann segir þetta ákvörðun stjórnmálamanna en hann og sóttvarnalæknir hafa kallað eftir hagrænni úttekt á landamæraskimuninni til að geta tekið upplýsta ákvörðun um framhaldið, það er að segja; er það þess virði að halda henni áfram? „Það er alveg ljóst að við stöndum frammi fyrir ákvörðun,“ segir Kári en gangi spá hans eftir verður þetta ástand viðloðandi fram á mitt næsta ár, þegar bóluefni kemst í dreifingu. Kári segir að honum lítist afar vel á vinnu Oxford-háskólans í Bretlandi við þróun bóluefnis sem og bóluefnið sem fyrirtækið Pfizer vinnur að.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira