Engin sérstök bjartsýni að reikna með bóluefni fyrir mitt næsta ár Birgir Olgeirsson skrifar 9. ágúst 2020 18:44 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur líkur á að bóluefni við kórónuveirunni verði komið í dreifingu fyrir mitt næsta ár. Orð Kára um að herða tökin á landamærum Íslands vegna baráttunnar við kórónuveirufaraldurinn hafa vakið mikla athygli. Kári sagði að íslenskir stjórnmálamenn stæðu frammi fyrir tveimur valkostum, að halda fyrirkomulaginu óbreyttu og berjast reglulega við hópsýkingar, eða herða tökin á landamærunum og takast á við hrun í ferðaþjónustunni. Annað væri ekki í boði fyrr en bóluefni kæmist á markað. „Ég hef verið að fylgjast með þeim vísindagreinum sem hafa verið birtar. Ég hef verið í töluvert miklum samskiptum við menn í nokkrum lyfjafyrirtækjum sem eru að vinna við að búa til bóluefni. Ég held að það sé engin sérstök bjartsýni að reikna með að það verði komið bóluefni í dreifingu fyrir mitt næsta ár,“ segir Kári. Kári stakk sjálfur upp á því í vor að ferðamönnum yrði hleypt til landsins gegn því að gangast undir skimun á landamærunum. Því fyrirkomulagi var komið á 15. júní en áður þurftu allir þeir sem komu til landsins að fara í sóttkví í fjórtán daga. „Nú erum við búin að reyna þessa skimun í einn og hálfan mánuð. Skimunin hefur gengið vel. Það hafa mjög fá smit borist inn í landið og flest þeirra hafa Íslendingar borið sem eru að koma aftur heim til sín,“ segir Kári. Tekist hefur að grípa þrjátíu og þrjá smitaða einstaklinga á landamærunum. Eitt afbrigði veirunnar slapp þó í gegnum landamæraskimunina. „Sem bendir til að þessi tiltekna veira hafi komið frá einni uppsprettu og búin að breiða sér út um allt,“ segir Kári. Hann segir þessa útbreiðslu hafa sett daglegt líf Íslendinga í uppnám. Nánast útilokað sé að skólahald í framhalds- og háskólum geti farið fram með eðlilegum hætti. „Þó landamæraskimunin hafi gengið vel í tæknilegri úrvinnslu, þá eru töluverðar líkur á að svona gerist,“ segir Kári. „Viljum við því halda þessu fyrirkomulagi áfram og takast á við hverja hópsýkinguna á fætur annarri þar til bóluefni kemur á markað, eða viljum við takast á við það áfall sem felst í því að kippa raunverulega fótunum undan ferðaþjónustunni,“ segir Kári. Hann segir þetta ákvörðun stjórnmálamanna en hann og sóttvarnalæknir hafa kallað eftir hagrænni úttekt á landamæraskimuninni til að geta tekið upplýsta ákvörðun um framhaldið, það er að segja; er það þess virði að halda henni áfram? „Það er alveg ljóst að við stöndum frammi fyrir ákvörðun,“ segir Kári en gangi spá hans eftir verður þetta ástand viðloðandi fram á mitt næsta ár, þegar bóluefni kemst í dreifingu. Kári segir að honum lítist afar vel á vinnu Oxford-háskólans í Bretlandi við þróun bóluefnis sem og bóluefnið sem fyrirtækið Pfizer vinnur að. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent „BRÁÐUM“ Erlent Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Innlent Fleiri fréttir „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur líkur á að bóluefni við kórónuveirunni verði komið í dreifingu fyrir mitt næsta ár. Orð Kára um að herða tökin á landamærum Íslands vegna baráttunnar við kórónuveirufaraldurinn hafa vakið mikla athygli. Kári sagði að íslenskir stjórnmálamenn stæðu frammi fyrir tveimur valkostum, að halda fyrirkomulaginu óbreyttu og berjast reglulega við hópsýkingar, eða herða tökin á landamærunum og takast á við hrun í ferðaþjónustunni. Annað væri ekki í boði fyrr en bóluefni kæmist á markað. „Ég hef verið að fylgjast með þeim vísindagreinum sem hafa verið birtar. Ég hef verið í töluvert miklum samskiptum við menn í nokkrum lyfjafyrirtækjum sem eru að vinna við að búa til bóluefni. Ég held að það sé engin sérstök bjartsýni að reikna með að það verði komið bóluefni í dreifingu fyrir mitt næsta ár,“ segir Kári. Kári stakk sjálfur upp á því í vor að ferðamönnum yrði hleypt til landsins gegn því að gangast undir skimun á landamærunum. Því fyrirkomulagi var komið á 15. júní en áður þurftu allir þeir sem komu til landsins að fara í sóttkví í fjórtán daga. „Nú erum við búin að reyna þessa skimun í einn og hálfan mánuð. Skimunin hefur gengið vel. Það hafa mjög fá smit borist inn í landið og flest þeirra hafa Íslendingar borið sem eru að koma aftur heim til sín,“ segir Kári. Tekist hefur að grípa þrjátíu og þrjá smitaða einstaklinga á landamærunum. Eitt afbrigði veirunnar slapp þó í gegnum landamæraskimunina. „Sem bendir til að þessi tiltekna veira hafi komið frá einni uppsprettu og búin að breiða sér út um allt,“ segir Kári. Hann segir þessa útbreiðslu hafa sett daglegt líf Íslendinga í uppnám. Nánast útilokað sé að skólahald í framhalds- og háskólum geti farið fram með eðlilegum hætti. „Þó landamæraskimunin hafi gengið vel í tæknilegri úrvinnslu, þá eru töluverðar líkur á að svona gerist,“ segir Kári. „Viljum við því halda þessu fyrirkomulagi áfram og takast á við hverja hópsýkinguna á fætur annarri þar til bóluefni kemur á markað, eða viljum við takast á við það áfall sem felst í því að kippa raunverulega fótunum undan ferðaþjónustunni,“ segir Kári. Hann segir þetta ákvörðun stjórnmálamanna en hann og sóttvarnalæknir hafa kallað eftir hagrænni úttekt á landamæraskimuninni til að geta tekið upplýsta ákvörðun um framhaldið, það er að segja; er það þess virði að halda henni áfram? „Það er alveg ljóst að við stöndum frammi fyrir ákvörðun,“ segir Kári en gangi spá hans eftir verður þetta ástand viðloðandi fram á mitt næsta ár, þegar bóluefni kemst í dreifingu. Kári segir að honum lítist afar vel á vinnu Oxford-háskólans í Bretlandi við þróun bóluefnis sem og bóluefnið sem fyrirtækið Pfizer vinnur að.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent „BRÁÐUM“ Erlent Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Innlent Fleiri fréttir „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent