Fótbolti

Viðar lagði upp mark í ótrúlegum sigri

Anton Ingi Leifsson skrifar
Viðar Ari glaður í bragði.
Viðar Ari glaður í bragði. vísir/getty

Viðar Ari Jónsson lagði upp eitt marka Sandefjord sem vann ótrúlegan 4-3 sigur á Strömsgodset á útivelli í norsku úrvalsdeildinni.

Viðar lagði upp fyrsta markið, strax á sjöttu mínútu, en staðan var 3-3 er í uppbótartíma var komið. Sandefjord var þá einum færri en náðu þó að skora sigurmarkið á 94. mínútu.

Viðar Ari spilaði í 82 mínútur og Emil Pálsson í 64 mínútur en Sandefjord skaust með sigrinum upp í áttunda sæti deildarinnar. Þeir eru með sextán stig.

Ari Leifsson var ónotaður varamaður hjá Strömgodset sem er í 10. sætinu.

Hólmbert Aron Friðjónsson og Davíð Kristján Ólafsson spiluðu allan leikinn fyrir Álasund sem gerði 2-2 jafntefli við Víking á heimavelli.

Axel Óskar Andrésson spilaði síðasta hálftímann fyrir Víking og Davíð Kristján Ólafsson síðustu tuttugu mínúturnar fyrir Álasund.

Viking er í 13. sætinu með tólf stig en Álasund er á botninum með sjö stig.

Dagur Dan Þórhallsson spilaði síðustu tíu mínúturnar er Mjöndalen vann 1-0 sigur á Haugesund. Mjöndalen er í 14. sætinu með ellefu stig.

Jóhannes Harðarson og lærisveinar hans í Start töpuðu 3-2 fyrir Kristiansund á útivelli eftir að hafa leitt 2-1.

Start er í næst neðsta sætinu með níu stig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.