Innlent

36 í sótt­kví vegna smits hjá DV

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Starfsmenn Fréttablaðsins, DV, Hringtorgs og fleiri tengdra miðla eru í sóttkví.
Starfsmenn Fréttablaðsins, DV, Hringtorgs og fleiri tengdra miðla eru í sóttkví. Vísir/Vilhelm

Á fjórða tug starfsmanna Torgs hafa verið sendir í sóttkví eftir að smit greindist hjá starfsmanni fyrirtækisins. Tilkynnt var fyrr í vikunni að fréttastofa DV yrði send í sóttkví eftir að hafa setið fund með umræddum starfsmanni en eftir frekari greiningu smitrakningateymis almannavarna kom í ljós að fleiri starfsmenn þyrftu að fara í sóttkví.

Sóttkvínni lýkur á miðnætti þann 18. ágúst og eru starfsmennirnir sem eru í sóttkví úr öllum deildum félagsins, það er, fréttastofu Fréttablaðsins, DV, Hringbrautar og tengdra miðla. Þetta kemur fram á vef Fréttablaðsins.

Samkvæmt frétt þess verður ekki truflun á starfsemi Torgs þar sem starfsmenn sem eru í sóttkví, væði blaðamenn og aðrir, munu vinna heima. Fréttaflutningum á miðlum Torgs verður því óbreyttur á meðan á sóttkví starfsmannanna stendur.


Tengdar fréttir

Fleiri í sóttkví vegna smits hjá DV

Fleiri starfsmenn útgefanda Fréttablaðsins og DV, Torgs ehf, þurfa að fara í sóttkví eftir að smit greindist hjá starfsmanni DV fyrir helgina.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.