Innlent

Tveir smitaðir nú á sjúkrahúsi

Atli Ísleifsson skrifar
Alls eru nú 114 virk smit á Íslandi.
Alls eru nú 114 virk smit á Íslandi. LANDSPÍTALI/ÞORKELL

Tveir einstaklingar eru nú á sjúkrahúsi vegna kórónuveirusmits sem veldur sjúkdómnum Covid-19.

Alma Möller landlæknir greindi frá því á upplýsingafundi almannavarna að maður á níræðisaldri hafi verið lagður inn á sjúkrahús í gær, en að hann þurfi ekki gjörgæslumeðferð.

Síðustu daga hefur maður á fertugsaldri verið í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítala.

Alls eru nú 114 virk smit á Íslandi, en líkt og greint var frá fyrir hádegi þá greindust þrjú innanlandssmit í gær.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.