Innlent

Tveir smitaðir í Eyjum og 79 í sóttkví

Birgir Olgeirsson skrifar
79 eru í sóttkví í Vestmannaeyjum. 
79 eru í sóttkví í Vestmannaeyjum.  Vísir/Vilhelm

Tveir eru smitaðir af kórónuveirunni í Vestmannaeyjum og 79 í sóttkví. Fjórir bættust við sóttkví frá því í gær en einn lauk sóttkví á móti. Í tilkynningu frá aðgerðastjórn í Vestmannaeyjum kemur fram að Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum hafi skimað einstaklinga í sóttkví og sú skimun hafi verið vel sótt.

Á morgun fer fram skimun á vegum Íslenskrar erfðagreiningar til að kanna útbreiðslu veirunnar í Vestmannaeyjum. Fjögur hundruð hafa skráð sig í skimun Íslenskrar erfðagreiningar. 

Mikilvægi smitvarna er ítrekað í tilkynningunni og fólk með flensueinkenni bent á að hafa samband við læknavaktina í síma 1700 og fá tíma í sýnatöku.

Sex á höfuðborgarsvæðinu eru sýktir af kórónuveirunni eftir að hafa heimsótt Vestmannaeyjar um verslunarmannahelgina. Einn þeirra, karlmaður á fertugsaldri, er í öndunarvél á gjörgæslu. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.