Innlent

Tveir smitaðir í Eyjum og 79 í sóttkví

Birgir Olgeirsson skrifar
79 eru í sóttkví í Vestmannaeyjum. 
79 eru í sóttkví í Vestmannaeyjum.  Vísir/Vilhelm

Tveir eru smitaðir af kórónuveirunni í Vestmannaeyjum og 79 í sóttkví. Fjórir bættust við sóttkví frá því í gær en einn lauk sóttkví á móti. Í tilkynningu frá aðgerðastjórn í Vestmannaeyjum kemur fram að Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum hafi skimað einstaklinga í sóttkví og sú skimun hafi verið vel sótt.

Á morgun fer fram skimun á vegum Íslenskrar erfðagreiningar til að kanna útbreiðslu veirunnar í Vestmannaeyjum. Fjögur hundruð hafa skráð sig í skimun Íslenskrar erfðagreiningar. 

Mikilvægi smitvarna er ítrekað í tilkynningunni og fólk með flensueinkenni bent á að hafa samband við læknavaktina í síma 1700 og fá tíma í sýnatöku.

Sex á höfuðborgarsvæðinu eru sýktir af kórónuveirunni eftir að hafa heimsótt Vestmannaeyjar um verslunarmannahelgina. Einn þeirra, karlmaður á fertugsaldri, er í öndunarvél á gjörgæslu. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×